Bræðurnir Theodór Emil og Kristófer Karl. Hér var Kristófer Karl að draga fyrir bróður sinn á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar að Hellu s.l. sumar. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2014 | 12:00

Bræður á lágu skori

Þeir Theodór Emil Karlsson og Kristófer Karl Karlsson eru bræður og báðir í GKJ, þ.e. Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ.

Nú s.l. helgi voru bræðurnir báðir á lágu skori.

Theodór Emil er við nám í University of Arkansas at Monticello í Bandaríkjunum og spilar nú í fyrsta móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, GAC Preview, sem stendur dagana 7.-9. september og lýkur í dag.

Á 2. hring var Theodór Emil á glæsiskori 7 undir pari, 65 höggum!

Um helgina þ.e. fyrri dag síðasta móts Íslandsbankamótaraðarinnar, þann 6. september var 12 ára bróðir  Theodórs, Kristófer Karl að slá í gegn á Korpunni, en þar lék Kristófer Karl á 4 undir pari, 68 höggum, fékk 4 fugla og engan skolla á hringum, sem er stórglæsilegt af 12 ára strák, sem verður 13 ára, 17. september n.k.!!!   Þessi 12 ára strákur var fyrri keppnisdag á lægsta heildarskorinu á 6. móti Íslandsbankaraðarinnar 2014.

Kristófer Karl setti jafnframt nýtt vallarmet af bláum teigum á Korpunni!!!! Flottir bræður á ferð þarna!!!