Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2014

Það er  Þórður Rafn Gissurarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn  er fæddur 8. september 1987 og á því  27 ára afmæli í dag.  Þórður Rafn er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem hefir spilað mikið á þýsku EPD-mótaröðinni.  Nú síðast spilaði hann í  Preis des Hardenberg í Golf Club Hardenberg í Northeim, Þýskalandi 1.-3. september s.l. og flaug í gegnum niðurskurð og hafnaði í 18. sæti.  Sjá má viðtal Golf 1 við Þórð Rafn með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:    Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (46 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is