Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 10. sæti!

Hrafn Guðlaugsson, núverandi klúbbmeistari GSE, tók þátt í 1. móti sínu á keppnistímabilinu 2014-2015, þ.e. Alabama State Fall Classic, sem fram fór 31. ágúst s.l.

Mótið fór fram á Senator golfvellinum, sem er hluti Robert Trent Jones Golf Trail í Capitol Hill, Alabama.

A-Golflið Faulkner sem Hrafn lék með varð í 2. sæti í mótinu, en Hrafn var í 10. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 154 höggum, þá tvo daga sem mótið var.

Hrafn hefir þegar hafið leik í 2. móti sínu á keppnistímabilinu, SCAD Atlanta Tournament, sem fram fer í Covington, Georgíu. Mótið hófst í gær 7. september.

Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og úrslit liggja fyrir í því móti.