Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Sunna Víðisdóttir, GR; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Haukur Örn Birgisson, forseti GSí, liðsstjóri. Mynd: Í einkaeigu Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Þetta er síðasta greinin í greinaflokknum í bili en hann hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína á ný, enda hefir greinarröðinni verið ótrúlega vel tekið. Í næstu viku verður síðan birt yfirlit yfir heitustu kylfinga s.l. sumars, þ.e. upprifjun á hvað hefir verið heitast á þessu köldu sumri.
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein hefir yfirleitt birtst á mánudögum nú í sumar – þessi síðasta grein þetta árið birtist s.s. flestir eru orðnir vanir deginum eftir vegna mikils annríkis!
Hér fer 15. og næstsíðasti alíslenski „Hot“ listinn á árinu 2014, þ.e. fyrir vikuhlutann 1. september – 8. september (Listinn gildir til mánudagsins 15. september 2014):
1. sæti Langheitust og best eru sigurvegarar á 6. móti Íslandsbankamótamótaraðarinnar 2014 og 6. móti Áskorendamótaraðarinnar 2014: Kristófer Karl Karlsson, GKJ (sem átti stórglæsilegan fyrri hring á þessu síðansta móti Íslandsbankamótaraðarinnar í ár, 4 undir pari, 68 högg á Korpunni og Kristófer Karl ekki orðinn 13 ára!!! Zuzanna Korpak vann sinn 2. sigur á Íslandsbankamótaröðinni í ár og sýndi að hún gefur yngri systur sinni Kingu lítið eftir, en Kinga vann þrívegis á mótaröðinni framan af sumri og er m.a. Íslandsmeistari í stelpuflokki í holukeppni. Það sem aldrei er nógu oft tekið fram er að Kinga er aðeins 10 ára…. og samt þrefaldur sigurvegari á Íslandsbankamótaröðinni – Flottur árangur hjá þeim systrum Zuzönnu og Kingu!!! Ólöf María Einarsdóttir, GHD er sjóðandi heit en hún hefir sigrað oftast allra á Íslandsbankamótaröðinni í ár 4 sinnum – hún er einfaldlega flottur íþróttamaður og þegar talað er um sjóðandi heita kylfinga á það vel við Henning Darra Þórðarson, GK, sem auk þess að sigra í drengjaflokki á þessu 6. móti Íslandsbankaraðarinnar og vera á besta skorinu yfir mótið í heild, var þar að auki búinn að standa sig framúrskarandi vel á Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu í vikunni. Í elsta aldursflokknum eru heitust sigurvegararnir Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir. Ásamt framangreindum 6 sigurvegurum verður að telja sjóðandi heit Kristófer Tjörva Einarson, GV og Sigrúnu Lindu Jónsdóttur, GKJ. fjórfalda sigurvegara á Áskorendamótaröð Íslandsbanka í stráka og stelpuflokki og sigurvegarann á 6. mótinu Arnar Gauti Arnarson í drengjaflokki.
2. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR eru sjóðandi heitar – þær tóku þátt HM kvenna í Japan og skiluðu bestum árangri nokkurs kvennalandsliðs frá upphafi – 29. sætinu af 50 þjóðum sem þátt tóku. Haukur Örn Birgisson og Úlfar Jónsson voru líka flottir sem liðsstjóri og þjálfari stúlknanna.
3. sæti Íslandsmeistarinn okkar sexfaldi í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er alltaf heitur. Það sem var extra heitt í s.l. viku var að hann varð í 8. sæti á sterku móti á Nordic League mótaröðinni, Willis Masters. Sama er að segja um Þórð Rafn Gissurarson, GR – hann stóð sig vel í sterku móti erlendis…. varð í 14. sæti á móti í Þýskalandi á EPD mótaröðinni: Preis des Hardenberg GolfResort mótinu, þar sem hann fékk m.a. ás á 1. hring!!! Heitt!!!
4. sæti Arnór Snær Guðmundsson, GHD, sem stóð sig best á Opna ítalska U-16 ára áhugamannamótinu, sem og hinir „drengirnir okkar“ sem þátt tóku: Henning Darri Þórðarson, GK og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Heitir að spila vona vel á þrælerfiðum velli á Ítalíu – Biella – „Le Betulle“.
5. sæti Kvennalandslið eldri kvenna sem þátt tók á European Senior Ladies’ Team Championship í Austurríki og varð í 14. sæti – þær eru heitar!!! Í kvennalandsliði eldra kvenna eru: María Málfríður Guðnadóttir, GKG, Steinunn Sæmundsdóttir, GR; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK; Ásgerður Sverrisdóttir, GR; Kristín Sigurbergs , GK og Erla Adolfs, GK. Margrét Geirsdóttir var heiti liðstjórinn í förinni!!!
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn tekur til vikuhlutans 1. september – 8. september og gildir til mánudagsins 15. september 2014):
1. sæti. Það sem er afleitt nr. 1 er að ekki skulu vera til fjármunir til að senda karlalandsliðið okkar á HM karlalandsliða í Japan!
2. sæti. Afleitt að það skuli ekki vera hægt að setja saman 6 stúlkna lið til þess að senda á Evrópumeistaramótið í sumar en að sögn landsliðsþjálfara „eigum við ekki sex stúlkur sem eru tilbúnar í það verkefni.“
3.-4. sæti Veðrið – aumingja unglingarnir okkar voru að spila í hvössu rigningarveðri, sem er búið að vera ráðandi á golfvöllum þetta sumarið sem er að líða. Aðspurð sögðu þau þó ÖLL SEM EIN SEM GOLF 1 SPURÐI að veðrið hefði engin áhrif á þau …. þau klæddu það bara af sér – sannkallaðar hetjur unglingarnir okkar, flottir og duglegir!!! ….. því veðrið var AFLEITT!!!
5. sæti Að sumrinu skuli vera að ljúka og langt verður í að hægt sé að spila golf á grænu …. ja nema innanhúss og svo er bara að vona að haustið verði gott og veturinn mildur svo hægt sé að spila haust- og vetrargolf…. þá styttist í næsta sumar 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
