Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 18:14

GK: Frábær Ryderbikarskeppni Keiliskvenna!

Nú um daginn fóru Keiliskonur í sína árvissu haustferð.

Að þessu sinni var farið á Svarfhólsvöll á Selfossi og sett upp Ryder bikarskeppni og síðan gistu þær sem vildu í góðu yfirlæti á Hótel Selfoss.

Skipuleggjendur Keiliskvenna haustferðarinnar 2014

Skipuleggjendur Keiliskvenna haustferðarinnar 2014

Þær sem áttu veg og vanda að þessari skemmtilegu haustferð voru þær:  Hjördís Sigurbergsdóttir, Birna Ágústsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, Ásgerður Ingólfsdóttir og Ellý Erlingsdóttir (ekki á mynd). 

Evrópuliðið vann – kannski forspá um það sem skal koma?

Bandaríska lið Keiliskvenna - það tapaði.

Bandaríska lið Keiliskvenna – það tapaði.