Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 07:43

LET Access: Valdís Þóra varð í 17. sæti!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók nú um helgina þátt í Mineks & Regnum Ladies Classic, sem fer fram National Golf Club í Belek, Antalyu, Tyrklandi.

Mótið stóð dagana 5.-7. september 2014 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 81.

Valdís Þóra lék samtals á 231 höggi (78 73 80) og lauk keppni í 17. sæti.

Glæsilegur árangur þetta hjá Valdísi Þóru og vonandi að framhald verði á!!!

Sjá má lokastöðuna á  Mineks & Regnum Ladies Classic með því að  SMELLA HÉR: