Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2014 | 07:00

FedEx Cup: Strákur fagnar því að Rory gefur honum golfbolta – Myndskeið

Á 7. teig á lokahring BMW Championship gekk nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy framhjá strák nokkrum og rétti honum golfbolta.

Stákurinn var virkilega ánægður með gjöfina og sýnir gleði sína með því að hoppa um svæðið með boltann í hendinni.

Það mætti ætla að strákurinn hefði unnið BMW Championship en ekki Billy Horschel! – Já, sumir þurfa einfaldlega ekki mikið til að gleðjast!!!

Rory varð síðan í 8. sæti í mótinu með þeim Adam Scott og Jordan Spieth.

Hér má sjá myndskeið af því þegar Rory réttir stráknum boltann SMELLIÐ HÉR: