Minjee Lee gerist atvinnumaður – Myndskeið
Hin ástralska Minjee Lee gerðist í dag atvinnumaður eftir að hafa leitt sveit Ástralíu til sigurs í Japan á því sem á ensku nefnist Women’s World Amateur Team Championship, líka nefnt Espirito Santo Trophy, (HM kvennalandsliða, þar sem stúlkurnar okkar Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna kepptu í Japan).
Hin 18 ára Minjee Lee var nr. 1 á heimslista áhugamanna og er í 82. sæti á Rolex-heimslistanum.
Hún tilkynnti um að hún væri að gerast atvinnumaður í myndskeiði með Matthew Pavlich, sem er fyrirliði Fremantle Australian Rules ruðningsbolta liðsins (svipar til myndskeiðs sem Lydia Ko lét gera þegar hún tilkynnti um atvinnumennsku sína.)
Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Minjee Lee fæddist 27. maí 1996 í Perth, Ástralíu og er félagi í the Royal Fremantle Golf Club. Hún sigraði árið 2012 í U.S. Junior Girls’, og síðan árin 2013 og 2014 í Australian Women’s Amateur og síðan í ár 2014 á Victorian Open.
Minjee var sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á Kraft Nabisco Championship risamótinu í Kaliforníu í apríl, sem var í fyrsta sinn sem hún tók þátt í risamóti og hún hlaut fyrir það Mark H. McCormack medalínuna, fyrir lægsta skor áhugamanns í mótinu. Fyrsta mót hennar sem atvinnumanns verður enn annað risamót þ.e. Evian Masters í Frakklandi, sem fram fer í næstu viku.
Hin 16 ára Brooke Henderson frá Kanada færist því úr 2. í 1. sætið á heimslista áhugamanna, en hún sigraði í einstaklingskeppninni í Japan og leiddi kanadíska liðið í silfursætið á HM kvenna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
