Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 07:30

Evróputúrinn: Graeme Storm fékk ás – vann BMW og er efstur fyrir lokahring Omega Masters í Sviss!!!

Englendingurinn Graeme Storm fékk í gær ás á 11. holu Omega Masters mótsins í Crans-sur-Sierre í Sviss.

Fyrir afrekið vann hann splunkunýja BMW-bifreið. Sjá má myndskeið af því þegar Storm fór holu í höggi með því að SMELLA HÉR: 

Storm er auk þess í efsta sæti fyrir lokahring Omega Masters, sem leikinn verður í dag en Storm er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 194 höggum (64 66 64).

Höggi á eftir er landi Storm, Englendingurinn Tommy Fleetwood aðeins 1 höggi á eftir.

Í 3. sæti 2 höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á samtals 14 undir pari.  Stefnir í æsispennandi úrslitarimmu í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna á Omega Masters eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: