Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (6): Kristófer Tjörvi sigraði á 4. móti sínu í strákaflokki – e. bráðabana við Svein Andra – Úrslit
Sjötta og síðasta mótið í Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram í dag á Bakkakotsvelli hjá GOB, í Mosfellsdal.
Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:
Þátttakendur voru 29. Á besta skorinu í mótinu voru tveir strákar, sem báðir eru synir golfkennara og afar mikil efni báðir tveir: Kristófer Tjörvi Einarsson, GV sonur Einars Gunnarsson, golfkennara við Golfklúbb Vestmannaeyja og Sveinn Andri Sigurpálsson, GKJ, sonur Sigurpáls Geirs Sveinssonar, margfalds Íslandsmeistara í golfi og íþróttastjóra GKJ.

Kristófer Tjörvi Einarsson, GV. Mynd: Golf 1
Kristófer Tjörvi er aldeilis búinn að standa sig vel í sumar; er búinn að sigra á 4 mótum Áskorendamótaraðarinnar í strákaflokki: á 3. mótinu í Stykkishólmi; á 4. mótinu að Hellishólum; á 5. mótinu á Húsavík og síðan í dag á Bakkakotsvelli.
En í dag öfugt við hin mótin, þar sem Kristófer Tjörvi hefir sigrað á, varð hann að hafa fyrir sigrinum og gat hann í raun fallið hvorum meginn.
Hann varð nefnilega að fara í bráðabana við Svein Andra Sigurpálsson, GKJ, en báðir voru á besta skorinu eftir 18 holur, 81 höggi!
Mikið ofboðslega var gaman að fylgjast með þeim báðum, en bráðabaninn var virkilega spennandi.
Hann hófst á par-3 9. holu Bakkakotsvallar og báðir fengu þeir Kristófer Tjörvi og Sveinn Andri par.

Sveinn Andri Sigurpálsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Síðan var haldið á 1. braut Bakkakotsvallar (2. holu bráðabanans), sem er par-4 hola öll upp í móti með upphækkaðri flöt. Sveinn Andri sló bolta sínum til hægri og setti boltann rétt fyrir framan hraunbreiðu og átti því erfiðara innáhögg á flöt. Kristófer Tjörvi fór vinstra meginn og eiginlega allt opið inn á flöt. Sveinn Andri sló síðan bolta sínum of laust, boltinn hitti bakkann og rúllaði niður brekkuna. Kristófer Tjörvi sló beint inn á flöt og nú hélt maður að hann myndi ná að sigra. En Sveinn Andri gaf sig ekki. Hann átti glæsilegt vipp inn á flöt og setti boltann u.þ.b. 2 metra frá holu. Kristófer Tjörvi átti heldur langt fuglapútt og púttaði boltann því miður fremur fast en flatir Bakkakotsvallar eru flughálar og hraðar og auk þess var púttið niður á við. Allt í einu var allt orðið jafnt og staða Kristófers Tjörva lakari, því hann átti lengra par-pútt en Sveinn Andri. Sveinn Andri náði ekki að setja niður par-pútt sitt – báðir fengu skolla og því var haldið á 2. braut Bakkakotsvallar (3. braut bráðabana).
A 2. brautinni sló Sveinn Andri með löngu járni en Kristófer Tjörvi dró upp dræverinn og átti hann því högg nær holu. Sveinn Andri setti bolta sinn til vinstri við flöt í 2. höggi meðan Kristófer Tjörvi sló bolta sínum í tré sem eru hægra meginn við flötina. Nú leit út fyrir að Sveinn Andri ætti heldur auðveldari leik, en Kristófer Tjörvi átti algjört galdrahögg innan úr trjánum, sem hann setti innan við meter frá holu. Sveinn Andri sló of stutt, missti parið og síðan skollann og gaf síðan Kristófer Tjörva leikinn og þar með sigurinn.
Sannir heiðursmenn, sem gaman var að fylgjast með og á eflaust eftir að kveða mikið að í framtíðinni!!!
Úrslit á 6. móti Áskorendamótaraðarinnar:
Úrslit í strákaflokki 14 ára og yngri:
| 1 | Sveinn Andri Sigurpálsson | GKJ | 7 | F | 40 | 41 | 81 | 11 | 81 | 81 | 11 |
| 2 | Kristófer Tjörvi Einarsson | GV | 2 | F | 39 | 42 | 81 | 11 | 81 | 81 | 11 |
| 3 | Orri Snær Jónsson | NK | 9 | F | 38 | 44 | 82 | 12 | 82 | 82 | 12 |
| 4 | Stefán Atli Hjörleifsson | GK | 20 | F | 42 | 42 | 84 | 14 | 84 | 84 | 14 |
| 5 | Björn Viktor Viktorsson | GL | 11 | F | 43 | 42 | 85 | 15 | 85 | 85 | 15 |
| 6 | Haukur Páll Hallgrímsson | GOS | 14 | F | 44 | 43 | 87 | 17 | 87 | 87 | 17 |
| 7 | Aron Emil Gunnarsson | GOS | 11 | F | 46 | 42 | 88 | 18 | 88 | 88 | 18 |
| 8 | Steingrímur Daði Kristjánsson | GK | 12 | F | 45 | 45 | 90 | 20 | 90 | 90 | 20 |
| 9 | Máni Páll Eiríksson | GOS | 11 | F | 46 | 45 | 91 | 21 | 91 | 91 | 21 |
| 10 | Einar Andri Víðisson | GR | 15 | F | 44 | 47 | 91 | 21 | 91 | 91 | 21 |
| 11 | Jóhannes Sturluson | GKG | 16 | F | 46 | 49 | 95 | 25 | 95 | 95 | 25 |
| 12 | Gunnar Davíð Einarsson | GL | 20 | F | 49 | 47 | 96 | 26 | 96 | 96 | 26 |
| 13 | Bjarki Snær Halldórsson | GK | 18 | F | 50 | 49 | 99 | 29 | 99 | 99 | 29 |
| 14 | Jóhann Þór Arnarsson | GK | 15 | F | 48 | 56 | 104 | 34 | 104 | 104 | 34 |
| 15 | Sindri Snær Kristófersson | GKG | 14 | F | 49 | 60 | 109 | 39 | 109 | 109 | 39 |
| 16 | Kristófer Elí Harðarson | GR | 24 | F | 59 | 56 | 115 | 45 | 115 | 115 | 45 |
| 17 | Sverrir Óli Bergsson | GOS | 24 | F | 63 | 53 | 116 | 46 | 116 | 116 | 46 |
| 18 | Fannar Grétarsson | GR | 24 | F | 66 | 59 | 125 | 55 | 125 | 125 | 55 |

Sigrún Linda ásamt kaddý. Mynd: Golf 1
Úrslit í stelpuflokki 14 ára og yngri:
| 1 | Sigrún Linda Baldursdóttir | GKJ | 25 | F | 44 | 53 | 97 | 27 | 97 | 97 | 27 |
| 2 | Thelma Björt Jónsdóttir | GK | 28 | F | 55 | 51 | 106 | 36 | 106 | 106 | 36 |
| 3 | Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir | GÓ | 25 | F | 50 | 56 | 106 | 36 | 106 | 106 | 36 |
| 4 | Inga Lilja Hilmarsdóttir | GK | 28 | F | 57 | 51 | 108 | 38 | 108 | 108 | 38 |
| 5 | Brynja Valdís Ragnarsdóttir | GR | 28 | F | 55 | 60 | 115 | 45 | 115 | 115 | 45 |
| 6 | Jóna Karen Þorbjörnsdóttir | GK | 28 | F | 58 | 63 | 121 | 51 | 121 | 121 | 51 |
| 7 | Margrét Karen Olgeirsdóttir | GKJ | 28 | F | 56 | 65 | 121 | 51 | 121 | 121 | 51 |
| 8 | Katrín Lind Kristjánsdóttir | GR | 28 | F | 63 | 59 | 122 | 52 | 122 | 122 | 52 |
| 9 | Kristín Sól Guðmundsdóttir | GKJ | 28 | F | 69 | 64 | 133 | 63 | 133 | 133 | 63 |
Úrslit í drengjaflokki 15-16 ára:
| 1 | Arnar Gauti Arnarsson | GK | 10 | F | 50 | 48 | 98 | 28 | 98 | 98 | 28 |
| 2 | Einar Sveinn Einarsson | GS | 14 | F | 53 | 49 | 102 | 32 | 102 | 102 | 32 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

