Rory um Keegan Bradley og Ian Poulter: „Þeir eru báðir brjálaðir“ – Myndskeið
Nú þegar Ryder Cup keppnin nálgast, sem haldin verður eftir rúmar 2 vikur þá er þegar farið að bera saman liðin, spá og spekúlera um hverjir spili saman, hverjir mætist o.s.frv. Lið Evrópu er almennt talið sigurstranglegra vegna heimavallarins og vegna þess að innan sveitarinnar er heimsins besti Rory McIlroy.
Tveir vinsælustu Ryder Cup kylfingarnir voru líka valdir af liðsstjórum sínum: Keegan Bradley af Tom Watson og Ian Poulter af Paul McGinley.
Og nú eru þessir tveir allt í einu orðnir þeir sem flestir vilja sjá að mætist í leik; sérstaklega eftir að haft var eftir Tom Watson að Bradley væri svona einskonar „Poulter“ bandaríska liðsins.
Rory McIlroy, sem er nr. 1 á heimslistanum, var spurður um þennan samanburð á blaðamannafundi fyrir BMW Championship, í Cherry Hills, Colorado.
Rory sagði: „Þeir eru báðir brjálaðir, það er það fyrsta,“ og salurinn skellihló. Og Rory hélt áfram: „Keegan er virkilega ástríðufullur leikmaður. Hann er það virkilega. Hann er líklega ef bera á saman liðin. sá náungi í bandaríska liðinu sem kemst einhvers staðar nálægt þeirri ástríðu sem Poulter sýnir á vellinum.“
Hér má sjá dæmi á myndskeiðum – fyrst af Keegan Bradley SMELLIÐ HÉR: ….
….. og síðan Ian Poulter SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
