Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Sunna Víðisdóttir, GR; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Haukur Örn Birgisson, forseti GSí, liðsstjóri. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 08:00

Íslenska kvennalandsliðið lauk leik í 29. sæti á HM kvenna í Japan

Íslenska kvennalandsliðið, skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Sunnu Víðisdóttur, GR lauk í dag leik í 29. sæti í liðakeppninni á Espirito SantoTrophy af 50 liðum sem er góður árangur!  Íslenska kvennalandsliðið deildi 29. sætinu með kvennalandsliðum Suður-Afríku og Hong Kong. Heildarlokaskor íslenska liðsins voru 588 högg.

Það var ástralska kvennalandsliðið sem sigraði á samtals 547 höggum;  kanadíska kvennalandsliðið varð í 2. sæti 2 höggum á eftir á 549 höggum og það danska í 3. sæti á samtals 556 höggum.

Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Um gærdaginn (þ.e. 3. keppnisdag) og lokahring Espirito Trophy í dag sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari:
„Þetta var ágætur dagur hjá stelpunum. Markmiðið var að leika undir pari í dag (þ.e. í gær) og klifra aðeins upp töfluna. Þær voru nálægt því og léku á parinu í dag og eru í 30. sæti. Það er jákvætt að þær hafa bætt sig um 2-3 högg á hverjum degi og við stefnum á að gera það sama á morgun (þ.e. í dag 4. keppnisdag). Þær eru mjög nálægt því að skora lágt.

Aðstæður hafa verið mjög góðar til að spila golf, þó mjög heitt í dag og rakt og útlit fyrir þrumuveður seinnipartinn, en það lítur út fyrir þessa stundina að allir nái að klára hringinn í dag.

Lokahringurinn er á morgun (þ.e. í dag) og munum við þá leika á Oshitate vellinum.“

Eftir hringinn í dag skrifaði Úlfar síðan eftirfarandi á facebook síðu sína:

„HM kvenna þá lokið í Japan og 29. sætið er niðurstaðan. Stelpurnar gáfu allt í þetta og voru frábærir fulltrúar Íslands! — at 軽井沢町.“

Alls lék íslenska kvennalandsliðið Oshitate golfvöllinn sem Úlfar gat hér að ofan 2 sinnum (þ.e. á 2. og 4. þ.e. lokakeppnisdegi) en merkilegt við þann völl er m.a. 18. holan, sem er par-6.  Guðrún Brá var sú eina af íslensku stelpunum, sem tókst að fá fugl á þá holu (á 2. hring) en var síðan á pari þ.e. 6 höggum lokakeppnisdaginn, líkt og Ólafía Þórunn og Sunna báða keppnisdagana. Gaman að svona „öðruvísi“ golfholum – og það á heimsmóti!!!

Í einstaklingskeppninni deildu Guðrún Brá og Ólafía Þórunn  58. sæti ásamt 5 öðrum kylfingum; léku báðar á 6 yfir pari, 294 höggum; Guðrún Brá (75 72 73 74) og Ólafía Þórunn (74 75 71 74).   Sunna lék á 21 yfir pari, 309 höggum (75 81 78 75) og fór við flotta lokahringinn upp á skortöflunni um 12 sæti þ.e. lauk leik í 107. sæti, en hún var T-119 í gær.

Í einstaklingskeppninni sigraði kanadíska stúlkan Brooke Henderson, en hún lék á samtals 269 höggum (66 68 66 69).

Til þess að sjá lokastöðuna á HM kvenna í Japan í einstaklingskeppninni SMELLIÐ HÉR: 

Þetta er hlutfallslega besti árangur íslenska kvennalandsliðsins á HM kvenna frá upphafi, því jafnvel þó árið 1994 hafi íslenska kvennalandsliðið orðið í 24. sæti, þá voru aðeins 29 þátttökuþjóðir þá, en voru 50 í ár.

 Glæsilegur árangur þetta hjá íslenska kvennalandsliðinu!!!  Liðsstjóri í ferðinni var Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ.

Hér í lokin má sjá tölfræði í mótinu:
26th Espirito Santo Trophy
Updated: 9/6/2014 4:24 PM TST
Iceland
Iceland

Bjorgvinsdottir, Gudrun
Iceland

Kristinsdottir, Olafia Thorunn
Iceland

Vidisdottir, Sunna
Scoring Information
Thru: F Today: Even Total: +12 Rank: T29
Round 1 – Karuizawa 72 Golf East – Iriyama Course – 9/03/2014 7:15 am
Hole 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Out 10 11 12 13 14 15 16 17 18 In Total
Yards 504 167 367 343 487 413 138 391 375 3185 348 520 203 325 152 496 342 369 371 3126 6311
Par 5 3 4 4 5 4 3 4 4 36 4 5 3 4 3 5 4 4 4 36 72
Bjorgvinsdottir, Gudrun 5 4 4 5 5 4 3 5 4 39 3 5 3 5 3 4 5 4 4 36 75
Kristinsdottir, Olafia Thorunn 5 3 4 4 5 4 3 3 5 36 4 5 4 4 4 5 4 4 4 38 74
Vidisdottir, Sunna 4 4 4 4 5 4 3 5 4 37 4 5 3 3 4 5 5 5 4 38 75
Round 1 10 7 8 9 10 8 6 8 9 75 7 10 7 9 7 9 9 8 8 74 149
Status E +1 +1 +2 +2 +2 +2 +2 +3 +2 +2 +3 +4 +5 +4 +5 +5 +5 +5
Eagle Birdie Par Bogey Double Bogey or +
Round 2 – Karuizawa 72 Golf East – Oshitate Course – 9/04/2014 10:25 am
Hole 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Out 10 11 12 13 14 15 16 17 18 In Total
Yards 346 385 359 148 360 162 485 173 362 2780 412 358 196 474 370 523 327 136 733 3529 6309
Par 4 4 4 3 4 3 5 3 4 34 4 4 3 5 4 5 4 3 6 38 72
Bjorgvinsdottir, Gudrun 4 4 4 3 4 3 5 4 4 35 5 4 3 5 3 5 4 3 5 37 72
Kristinsdottir, Olafia Thorunn 4 4 4 3 4 3 5 3 4 34 5 4 4 4 5 5 5 3 6 41 75
Vidisdottir, Sunna 4 4 3 3 5 3 5 3 4 34 5 4 4 6 5 5 5 7 6 47 81
Round 2 8 8 8 6 8 6 10 7 8 69 10 8 7 9 8 10 9 6 11 78 147
Status +5 +5 +5 +5 +5 +5 +5 +6 +6 +8 +8 +9 +8 +8 +8 +9 +9 +8 +8
Eagle Birdie Par Bogey Double Bogey or +
Round 3 – Karuizawa 72 Golf East – Iriyama Course – 9/05/2014 7:35 am
Hole 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Out 10 11 12 13 14 15 16 17 18 In Total
Yards 504 167 367 343 487 413 138 391 375 3185 348 520 203 325 152 496 342 369 371 3126 6311
Par 5 3 4 4 5 4 3 4 4 36 4 5 3 4 3 5 4 4 4 36 72
Bjorgvinsdottir, Gudrun 5 3 5 5 5 4 3 3 3 36 4 4 4 4 3 5 4 5 4 37 73
Kristinsdottir, Olafia Thorunn 5 3 4 4 4 4 3 4 4 35 4 5 3 4 2 5 5 3 5 36 71
Vidisdottir, Sunna 5 4 5 4 5 4 3 5 5 40 5 6 3 3 4 5 3 5 4 38 78
Round 3 10 6 9 9 9 8 6 7 7 71 8 9 7 8 5 10 9 8 9 73 144
Status +8 +8 +9 +10 +9 +9 +9 +8 +7 +7 +6 +7 +7 +6 +6 +7 +7 +8 +8
Eagle Birdie Par Bogey Double Bogey or +
Round 4 – Karuizawa 72 Golf East – Oshitate Course – 9/06/2014 7:25 am
Hole 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Out 10 11 12 13 14 15 16 17 18 In Total
Yards 346 385 359 148 360 162 485 173 362 2780 412 358 196 474 370 523 327 136 733 3529 6309
Par 4 4 4 3 4 3 5 3 4 34 4 4 3 5 4 5 4 3 6 38 72
Bjorgvinsdottir, Gudrun 4 4 5 4 3 3 4 4 5 36 3 5 3 5 5 4 3 4 6 38 74
Kristinsdottir, Olafia Thorunn 4 4 4 3 3 3 5 4 5 35 4 5 3 5 4 5 4 3 6 39 74
Vidisdottir, Sunna 4 4 5 3 4 4 5 3 5 37 5 4 4 5 4 4 4 2 6 38 75
Round 4 8 8 9 7 6 6 9 8 10 71 7 10 6 10 9 9 7 7 12 77 148
Status +8 +8 +9 +10 +8 +8 +7 +9 +11 +10 +12 +12 +12 +13 +12 +11 +12 +12 +12
Eagle Birdie Par Bogey Double Bogey or +
Statistics Eagles Birdies Pars Bogeys Dbl. Bogeys Others Par 3s Par 4s Par 5s
Round 1 0 2 9 7 0 0 +3 +3 -1
Round 2 0 2 12 3 1 0 +2 +3 -1
Round 3 0 5 8 5 0 0 E +2 -2
Round 4 1 4 6 4 3 0 +4 +2 -2
Total 1 13 35 19 4 0 +9 +10 -6