Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2014 | 09:00

Birgir Björn lék vel á 2. hring á Spáni – flýgur upp skortöfluna!!!

Birgir Björn Magnússon, GK, tekur þátt í  Spanish International (U18) Stroke Play Championship á Hacienda del Alamo vellinum nálægt Murcia, á Spáni.

Mótið stendur dagana 4.-7. september 2014. Þátttakendur eru 83.

Birgir Björn lék 2. hring í gær á 73 glæsihöggum, en hann lék 1. hring á 84 höggum og bætti sig því um 11 högg milli hringja! Glæsilegt!

Samtals er Birgir Björn því búinn að spila á samtals 157 höggum (84 73) og fer upp um 9 sæti á skortöflunni!!!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag hjá Birgi Birni á Spáni með því að SMELLA HÉR: