Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Facebooksíða Unglingaeinvígisins
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 20:30

Ingvar Andri varði titilinn – Hann er fyrsti meistari Unglingaeinvígisins í Mosó 2 ár í röð!!!

Úrslitin í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ fóru fram í dag og voru 10 sem kepptu, s.s. hefð er fyrir: 3 sigurvegarar úr hverjum hinna 3 aldursflokka í undanúrslitunum og sigurvegari Unglingaeinvígisins frá árinu áður.

Unglingarnir, sem spiluðu til úrslita í ár, 2014, voru eftirfarandi:

Yngsti aldurshópurinn 14 ára og yngri:

Sigurður Arnar Garðarson – GKG
Kristófer Kal Karlsson – GKj
Viktor Ingi Einarsson – GR

Flokkur 15-16 ára

Kristján Benedikt Sveinsson – GA
Patrekur Nordquist Ragnarsson – GR
Hákon Örn Magnússon – GR

Flokkur 17-18 ára

Aron Snær Júlíusson – GKG
Egill Ragnar Gunnarsson – GKG
Björn Óskar Guðjónsson – GKj

Sigurvegari Unglingaeinvígisins 2013:

Ingvar Andri Magnússon – GR

Sigurður Arnar, GKG og Ingvar Andri,GR léku til úrslita. Mynd: Facebook síða Unglingaeinvígisins

Sigurður Arnar, GKG og Ingvar Andri,GR léku til úrslita. Mynd: Facebook síða Unglingaeinvígisins

Það voru reyndar tveir úr yngsta aldursflokknum sem stóðu tveir einir eftir í lokinn Sigurður Arnar Garðarsson, GKG og Ingvar Andri og léku þeir til eiginlegra úrslita í mótinu!

Unglingarnir féllu út í þessari röð:

Fyrstur datt út Egill Ragnar Gunnarsson, GKG  (10. sæti)

Næstur var  Viktor Ingi Arnarsson, GR (9. sæti)

Þarnæstur „heimamaðurinn“ Kristófer Karl Karlsson, GKJ (8. sæti)

Loks datt út Hákon Örn Magnússon, GR  (6. sæti)

Í sigursætum voru síðan eftirfarandi kylfingar, en verðlaun voru veitt fyrir 6 efstu sæti:
1. sæti – Ingvar Andri Magnússon GR  (stóð einn eftir í lokinn)
2. sæti – Sigurður Arnar Garðarson GKG  (lék til úrslita)
3. sæti – Björn Óskar Guðjónsson GKj (var þriðji síðasti til að detta út)
4. sæti – Aron Snær Júlíusson GKG (varð 4 síðasti til að detta út)
5. sæti – Kristján Benedikt Sveinsson GA (var 5 síðasti til að detta út)
6. sæti – Patrekur Nordquist Ragnarsson GR (var 6. síðasti til að detta út).

Sigurvegaranum 2013, Ingvari Andra Magnússyni tókst að verja titil sinn í kvöld og er því meistari Unglingaeinvígisins í Mosó  2014 og þar með tvö ár í röð og er Ingvar Andri sá fyrsti sem það tekst!

Stórglæsilegt og óskar Golf1 Ingvari Andra innilega til hamingju!!!

Sigurvegarar Unglingaeinvígisins í Mosó frá upphafi eru eftirfarandi:

2005 – Sveinn Ísleifsson

2006 – Guðni Fannar Carrico

2007 – Andri Þór Björnsson

2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson

2009 – Andri Már Óskarsson

2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir

2011 – Ragnar Már Garðarson

2012 – Aron Snær Júlíusson

2013 – Ingvar Andri Magnússon

2014 – Ingvar Andri Magnússon