Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2014 | 05:15

Drengjasveitin okkar í 4. sæti á Opna ítalska U-16 – Arnór Snær bestur íslensku keppendanna

Íslenska drengjasveitin skipuð þeim Arnóri Snæ Guðmundssyni, Golfklúbbnum Hamri Dalvík (GHD); Fannari Inga Steingrímssyni, Golfklúbbi Hveragerðar (GHG) og Henning Darra Þórðarsyni, Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði (GK) hafnaði í 4. sæti á  International U16 Italian Open þ.e. Opna ítalska U 16 mótinu.

Á heimasíðu Heiðars Davíðs Bragasonar, liðsstjóra mátti m.a. lesa: „Strákarnir enduðu í 4. sæti í liðakeppninni. 2 fyrstu dagarnir í mótinu töldu til liðakeppninnar og 2 bestu skorin töldu hjá þeim þrem leikmönnum sem skipuðu liðið. Vel gert 🙂

Og þetta er svo sannarlega vel gert hjá þeim Arnóri Snæ, Fannari Inga og Henning Darra og óskar Golf1 þeim innilega til hamingju með góðan árangur!!!

Gaman að sjá íslenska fánann í Biella - hann er lengst til vinstri

Gaman að sjá íslenska fánann í Biella – hann er lengst til vinstri

Þátttakendur að þessu í þessu 8. móti International U16 Italian Open voru 133 og fór mótið fram á Biella golfvellinum oft nefndur „Le Betulle“ í ítölsku Ölpunum, sem er par-73 og er 6.500 metrar langur.

Íslensku keppendurnir í Biella 2014: Arnór Snær, Fannar Ingi og Henning Darri, sem urðu í 4, sæti. Mynd: Heiðar Davíð Bragason

Íslensku keppendurnir í Biella 2014: Arnór Snær, Fannar Ingi og Henning Darri, sem urðu í 4, sæti í liðakeppninni.  Mynd: Heiðar Davíð Bragason

Arnór Snær lék best íslensku þátttakendanna varð í T-29, þ.e. deildi 29. sæti með Constantin Unger frá Þýskalandi. Arnór Snær lék á samtals 18 yfir pari, 312 höggum  (78 75 81 76).

Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf1

Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf1

Henning Darri varð T-38, þ.e. deildi 38. sæti með Edoardo Zorzetto frá Ítalíu.  Henning Darri lék samtals á 20 yfir pari 314 höggum  (77 75 81 81).

Fannar Ingi komst ekki í gegnum niðurskurð – hann lék tvo fyrstu hringi mótsins á 16 yfir pari 162 höggum (83 79) og deildi 67. sætinu með 5 öðrum kylfingum.

Sigurvegari í liðakeppninni varð sveit Noregs en í einstaklingskeppninni sigraði „heimamaðurinn“ Teodoro Soldati með heildarskor upp á 290 högg.

Sigurvegar í Biella 2014: Ítalinn Teodoro Soldati og Norska veitin

Sigurvegar í Biella 2014: Ítalinn Teodoro Soldati og norska sveitin

Þess mætti til gamans geta að nr. 1 á heimslistanum í dag, Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði á forvera mótsins, sem þá hét European Amateur í ágúst 2006 og var heildarskor hans þá 274 högg.

Rory sigurvegari í Biella 2006

Rory sigurvegari í Biella 2006

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: