Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2014 | 20:00

GMS: Opna Hótel Stykkishólmur fer fram 5.-6. september n.k.

Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi og Hótel Stykkishólmur standa saman að hjóna- og parakeppni föstudag 5. sept og laugardag 6. sept 2014.

Mótinu lýkur með kvöldverði á Hótel Stykkishólmi á laugardagsköld 6.september.

Enn eru lausir rástímar í mótið – skráning á golf.is

Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með forgjöf.

Tveir kylfingar leika saman í liði, karl og kona.

Þeir sem ætla að leika saman skrá sig hver á eftir öðrum í rástíma á golf.is.

Aðeins þeir sem eru með löglega stjörnumerkta forgjöf samkvæmt forgjafarkerfi GSÍ geta unnið til verðlauna.

Föstudaginn 5. september verður leikinn Greensome: Ræst er út frá kl:09:00 – 11:00 og frá kl.13:00 – 14.30. Báðir aðilar slá upphafshögg á hverri braut. Velja síðan bolta fyrir næsta högg og slá til skiptis þar til bolti er í holu. Punktakeppni með forgjöf. Vallarforgjöf beggja lögð saman og deilt með 2. Hámarksforgjöf er 36

Laugardaginn 6. september verður leikinn Betri bolti: Ræst er út eftir skori fyrri keppnisdags frá kl. 08:30. Hver kylfingur spilar sínum bolta og skráir skor sitt. Betra skor/punktar með forgjöf á holu telur.

Nándarverðlaun:
Næst holu í upphafshöggi á báðum par 3 holum á fyrri keppnisdegi.
Næst holu í upphafshöggi, karl og kona, á báðum par 3 holum á seinni keppnisdegi.

Verðlaunaafhending og dregið úr skorkortum þeirra sem ekki eru í efstu sætum í glæsilegu lokahófi á Hótel Stykkishólmi.
1. Ferð til Flórída, flug og gisting
2. Gisting í svítunni á Hótel Stykkishólmi og matur fyrir tvo
3. Gisting á Hótel Stykkishólmi og matur fyrir tvo
4. Gisting á Hótel Hellnum og matur fyrir tvo
5. Ferð fyrir tvo upp á Snæfellsjökul
6. Sigling fyrir tvo með Sæferðum
7. Matur fyrir tvo á Narfeyrarstofu