Telur Chris Kirk sig koma til greina í Ryder Cup liðið?
Chris Kirk vann sinn stærsta sigur á ferlinum í gær þegar hann sigraði á Deutsche Bank Championship.
Enn skyldi þessi sigur nægja fyrirliða bandaríska Ryder Cup liðsins, Tom Watson, þegar hann tilkynnir um val sitt á þeim þremur, sem hann fær að velja í liðið í New York í kvöld?
Hvað finnst Kirk um það sjálfum? Aðspurður um einmitt þetta atriði svaraði Kirk:
„Mér finnst ég ekki eiga neinn rétt á sæti, eða eins og mér hafi tekist að koma fæti inn til þess að verða valinn,“ sagði hann, sem lauk keppni í gær á Deutsche Bank meistaramótinu á samtals 15 undir pari, 269 höggum. „Ég hef augljóslega virkilega komið sjálfum mér í þá stöðu að koma til greina, og það myndi ég gjarnan vilja. En eins og ég hef sagt áður, 9 strákar sem eru komnir í liðið komust þangað sjálfkrafa. Þeir mynda kjarna liðsins. Hinir 3? Ef maður kemst í liðið er það bónus.“
Síðan leit Kirk á bláu dolluna við hlið sér og það virtist renna upp fyrir honum hvað hann hefði eiginlega afrekað.
„Að hafa sigrað á Deutsche Bank og verða nr. 1 í FedEx Cup móti og fá 1.4 milljónir bandaríkjadala, það er nóg fyrir mig á einum degi,“ sagði Kirk brosandi.
En í dag er nýr dagur – skyldi hann verða val Watson? Flestum þykir það ólíklegt – Margir aðrir sterkir eins og Keegan Bradley, Webb Simpson (sem stóð sig reyndar vel í Deutsche Bank(varð í 9. sæti) og er hærra rankaður á heimslistanum en Kirk), Hunter Mahan, Bill Haas ofl. ofl. sem koma til greina.
En samt aldrei að vita hvað Watson gerir – eftir allt var Kirk í ráshóp með heimsins besta, Rory McIlroy, og hafði betur! Hver vill ekki hafa þannig strák í liði sínu?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
