Hver er kylfingurinn: Chris Kirk?
Chris Kirk vann í gær 3. sigur sinn á PGA Tour, þegar hann sigraði í 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship. Kirk er nafn sem ekki margir nema kannski allra mestu golfáhugamenn kannast við. Hver er kylfingurinn?
Chris Kirk fæddist 8. maí 1985 í Atlanta, Georgíu og er því 29 ára.
Þó hann hafi fæðst í Atlanta fluttist hann ungur til Woodstock í Georgíu, þar sem hann ólst upp. Chris lék með golfliði University of Georgia og var í 1. deild NCAA ásamt þeim Kevin Kisner, Richard Scott and Brendon Todd, sem allir gerðust atvinnumenn í golfi.

Chris Kirk
Chris Kirk gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, eftir útskrift úr háskóla, 22 ára. Hann spilaði í fyrstu á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) þ.e. á árunum 2008 til 2010.
Árið 2010 sigraði hann á Fort Smith Classic mótinu og síðan á the Knoxville News Sentinel Open.
Chris Kirk varð í 2. sæti á peningalista Nationwide Tour 2010 og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour, sem hann hefir haldið síðan. Snemma árið 2011 varð Kirk í 2. sæti á eftir Phil Mickelson á Shell Houston Open.
Kirk vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour árið 2011, fyrsta árið sitt á túrnum en það var, the Viking Classic, sem var í sömu viku og Opna bresku og öll stóru nöfnin því þar. Sigurinn varð til þess að Kirk komst sjálfkrafa á the PGA Championship, þar sem hann varð jafn öðrum í 34. sæti!

Chris Kirk eftir sigurinn á McGladreys Classic 10. nóvember 2013
Næsta mót sitt á PGA Tour vann Kirk síðan 10, nóvember 2013, en það var McGladreys Classic. Meðal sigurverðlauna fyrir sigurinn var þátttökuréttur í The Masters risamótinu, en Kirk tók í fyrsta sinn þátt í The Masters nú í ár …. og stóð sig ágætlega, enda Augusta National í heimaríki hans og hluti af forréttindum hans sem félaga í golfliði University of Georgia á háskólaárum sínum að fá að spila völlinn og því þekkti Kirk völlinn vel öfugt við aðra, sem hann spila í 1. sinn. Enda varð hann T-20 í The Masters, sem er ótrúlega góður árangur fyrir mann sem er að keppa í fyrsta sinn á Augusta National.
Nú í gær vann Kirk síðan 2. mót FedEx Cup umspilsins, eins og segir, Deutsche Bank Championship á TPC Boston í Norton, Massachusetts og verður því með í Colorado á 3. mótinu BMW Championship, sem fram fer í Cherry Hills CC, Cherry Hills Village, Colorado.
Chris Kirk er svo sannarlega meðal sterkra bandaríska kylfinga
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
