Ást Rory á sjálfsmyndum gæti komið honum í vandræði
Sigurvegari Opna breska, Rory McIlroy, gæti komið sér í vandræði ef hann tvítar öðru „selfie“ m.ö.o. sjálfsmynd af sér á Ryder Cup.
Í Hoylake, á Opna breska, í júlí s.l. tvítaði Rory mynd af sjálfum sér haldandi á Claret Jug til 2 milljóna fylgjenda sinna.
Skipuleggjendur Ryder Cup hafa hins vegar lagt blátt bann við að hlaða niður myndum á netið eða gegnum félagsmiðlana meðan á Ryder bikars keppninni í Gleneagles í Skotlandi stendur nú síðar í mánuðnum.
Ekki eru leyfilegar hljóðupptökur eða taka myndskeiða meðan á 6 daga Ryder mótinu stendur, þar sem PGA Tour og evrópska PGA vilja vera örugg um að ímynd þeirra sé ósnorrtin og leikmennirnir verði ekki fyrir neinum truflunum.
Hver sem brýtur í bág við heldur langan lista reglna getur átt á hættu að farsími viðkomandi eða myndavél verði gerð upptæk það sem eftir er þess mótsdags, sem viðkomandi gerðist brotlegur við reglurnar.
Félagsmiðla sérfræðingurinn próf. Sarah Pedersen, frá Robert Gordon háskólanum í Aberdeen, sagði að erfitt yrði að framfylgja reglunum.
Hún visáði til nýlegs fordæmis hjá söngkonunni Kate Bush, sem setti þær reglur að áhangendur hennar mætti ekki taka myndir af henni á tónleikaferð og sagði: „Það er alltaf til fólk sem vill brjóta reglurnar. Ég hugsa að Kate Bush hafi verið heppin vegna þess að hún átti svo ótrúlega trygga og spennta áhangendur.“
Varðandi bannið á Ryder Cup sagði Pedersen: „Þetta er nokkuð sem við eigum eftir að sjá í auknum mæli. Það eru allskyns ástæður bakvið þetta, sem hafa með styrktaraðila að gera.“
Próf Pedersen bætti við: „Ef maður er með fólk með farsíma sem hleður upp hluti á netið þá er engin stjórn yfir hvers kyns ímynd birtist þar af móti, sem styrktaraðilar m.a. standa að.“
Búist er við meira en 250.000 áhorfendum á Ryder Cup viðureigninni milli liða Evrópu og Bandaríkjanna í Gleneagles, sem nær hápunkti dagana 26.-28. september n.k.. Reglurnar eru settar og segja miðakaupendum, sem greitt hafa allt að 1.500 pund per dag (u.þ.b. íkr. 300.000-) að engar hljóð eða vídeóuppptökur séu leyfðar og engar ljósmyndatökur nema þegar æft er.
Í reglunum segir líka: „Upptökur með myndavélum, farsímum eða öðrum raftækjum má ekki nota í neinum öðrum tilgangi en til einkanota. Þá má ekki selja, leyfa eða birta (þ.m.t. án takmarkana á Twitter eða Facebook eða öðrum síðum félagsmiðla) eða notfæra sér myndir í fjárhagslegum tilgangi.“
Það verður þó leyft að senda SMS og hringja á merktum svæðum, en farsíma verður að taka úr sambandi á öllum tímum. Annað sem bannað er eru beiðnir um eiginhandaráritanir, hlaup, einkaflutningatæki og börn undir 5 ára aldri.
Talsmaður Ryder Cup í Evrópu sagði: „The Ryder Cup er einn af þekktustu viðburðum í íþróttum og við verðum að tryggja að það að þar fari fram réttlátur leikur, teymisvinna og vinskapur og hann sé varinn á öllum tímum, sem þýðir að tryggja verður að ímynd atburðarins sé ekki notuð í fjárhagslegum tilgangi, sem brýtur gegn þessum meginreglum.“
„Myndataka á mótum, þar sem mikil pressa er, hefir einnig sýnt sig að hafa neikvæð áhrif á leikmenn, þegar smellir og björt flassljós hafa afhugaleitt leikmenn á krítískum augnablikum. Þar er ekki sanngjarnt að stefna þessu í hættu, hvorki gagnvart leikmönnum né þeim sem eru að fylgjast með.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
