Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 15:45

Evróputúrinn: Otto vann á Opna ítalska – Gallacher 1 höggi frá að komast sjálfkrafa í Ryder bikars liðið

Hennie Otto frá Suður-Afríku sigraði nú í dag á Opna ítalska í Tórínó.

Otto lék samtals á 20 undir pari 268 höggum (67 62 71 68)

Í 2. sæti varð David Howell á samtals 18 undir pari og það grátlegasta: Stephen Gallacher var á 17 undir pari, þrátt fyrir að hafa átt magnaðan lokahring upp á 65 högg, þá dugði það ekki til að komast sjálfkrafa í Ryder bikars lið Evrópu en til þess hefði hann annaðhvort þurft að vera í 1. eða 2. sæti.

Sá sem girti fyrir sjálfkrafa þátttöku Gallacher var David Howell, en hann átti draumahring lokadaginn upp á 63 högg.

Til þess að sjá úrslitin á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: 

Högg lokadagsins á Opna ítalska má sjá með því að SMELLA HÉR: