Hver er kylfingurinn: Trish Johnson?
Eftir 1. dag Opna skoska eða Aberdeen Asset Management Ladies Scottish Open leiðir hinn 48 ára esnki kylfingur Trish Johnson.
Hver er eiginlega kylfingurinn Trish Johnson?

Patricia Mary „Trish“ Johnson fæddist 17. janúar 1966 í Bristol, Englandi. Hún átti mjög farsælan áhugamannsferil. Hún var m.a. South Western Champion árin 1983 og 1984. Árið 1984 var Trish bæði enskur meistari í aldursflokkunum 23 ára og yngri og 21 árs og yngri. Árið 1985 var hún enskur meistari áhugamanna í höggleik og enskur meistari í höggleik og aftur enskur meistari í flokki 23 ára og yngri. Árið 1986 var Trish í lið Englands&Íra í Espirito Santo Trophy World Amateur Golf Team Championships og the Curtis Cup, þar sem hún halaði inn flest stig.

Trish Johnson
Atvinnumennskan
Johnson gerðist atvinnumaður í mars 1987. Hún vann 3 mót á fyrsta ári sínu sem atvinnumaður og var valin nýliði ársins á LET árið 1987. Hún vann síðan 4 mót 1990 og var efst á peningalista mótaraðarinnar það ár. Allt í allt hefir Trish sigrað í 18 mótum á atvinnumannsferli sínum á LET og hefir verið á topp-10 á peningalista LET í 13 skipti , þ.á.m. tvisvar í 2. sæti þ.e. árin 2000 og 2004 en seinna árið vann hún m.a.“Golf as it should be“ mótið í Wales. Síðast sigraði Trish árið 2007 í BMW Ladies Italian Open.
Johnson var sigurvegari í Q-school LPGA árið 1987 og hlaut þar með keppnisrétt á LET 1988.
Trish Johnson hefir auk þess sigrað þrívegis á LPGA. Hún vann árið 1993 Las Vegas LPGA tournament og vikuna þar á eftir LPGA Atlanta Women’s Championship. Síðsti sigur hennar á LPGA kom 1996 en það var í Fieldcrest Cannon Classic.
Trish var í Solheim Cup liði Evrópu 1990, 1992, 1994, 1996, 1998, 2000, 2005, og 2007 og var í liði ásat Laura Davies sem fulltrúi Englands í Women’s World Cup of Golf árið 2007.
Þó Trish Johnson sé svo sannarlega góður kylfingur þá sigraði hún aldrei í risamótum kvennagolfsins. Besti árangur hennar þar var 3. sætið í du Maurier Classic árið 1991, sem hún deildi með öðrum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
