Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 20:00

Sergio Garcia trúlofaður?

Sergio Garcia hefir gefið kjaftasögum undir fótum að hann sé trúlofaður en kærasta hans, Katharina Boehm,  sást með risademantahring á hringfingri. 

Það sást til kylfingsins spænska og kærustu hans á US Open (í tennis).

Sergio var hins vegar allt annað en tilbúinn til þess að staðfesta trúlofun þeirra, en aðspurður um hringinn sagði hann: „Það er milli Kathy og mín.“ 

Trúlofunarhringur?

Trúlofunarhringur?

„Ef við giftumst eða eitthvað þá er ég viss um að allir komast að því,“ sagði Sergio við blaðamann New York Times.

Boehm, 24 ára, er sjálf kylfingur og spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu þ.e.  í the College of Charleston. Hún hlaut m.a. All-Southern Conference honors á lokaári sínu í háskóla 2012-13, og hefir m.a. eftir það verið kylfuberi Garcia.

Hún var m.a. kylfuberi hans þegar hann sigraði í Thaílandi 2013, en þá var í gangi misskilningur um að hún væri mun eldri kona, nafna hennar, sem er austurrísk leikkona og 49 ára.