Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Skemmtileg grein á vef Louisiana Lafayette um Harald Franklín

Nú fer bandaríska háskólagolfið aftur að byrja í næsta mánuði og flestir af okkar bestu kylfingum farnir aftur vestur um haf í skóla sína og eru við æfingar þar.

Einn þeirra er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er í liði Raging Cajuns þ.e. skólaliði Louisiana Lafayette.

Sjá má skemmtilega grein um Harald Franklín á skólavef Louisiana Lafayette.

Lafayette háskólinn og sérstaklega þjálfari the Raging Cajons, Theo Sliman eru, líkt og við, auðvitað afar stoltir af Haraldi og góðu gengi hans á British Amateur Open nú fyrr í sumar.

Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: