Karen Guðnadóttir, GS. Mynd: GSÍ Eimskipsmótaröðin (7): Karen er í góðri stöðu fyrir Goðamótið – Kristján Þór þegar orðinn stigameistari!!!
Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótið fer fram á Jaðarsvelli Akureyri um helgina og eru 59 skráðir í karlaflokkinn og 14 kylfingar í kvennaflokkinn. Leiknar verða 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudaginn. Jaðarsvöllur hefur sjaldan verið betri en nú og er Norðlenska aðalstyrktaraðili mótsins. Keppendum verður boðið í grillveislu á laugardagskvöldið í samstarfi við Vídalín veitingar.

Kristján Þór Einarsson, GKJ, stigameistari GSÍ 2014 í karlaflokki. Mynd: GSÍ
Þrír efstu kylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar verða á meðal keppenda í karlaflokknum en Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari í höggleik 2014, hefur nú þegar tryggt sér sigur í stigakeppninni á Eimskipsmótaröðinni og er hann stigameistari árið 2014 með 74.10,67 stig. Hörð barátta er á milli Bjarka Péturssonar úr Golfklúbbi Borgarnes og Gísla Sveinbergssonar úr Golfklúbbnum Keili um annað sætið en Bjarki er með 4948,75 stig en Gísli er með 4469,17 stig.
Stefán Már Stefánsson úr GR, sem er í sjöunda sæti listans gæti einnig blandað sér í þá baráttu með góðum árangri á Jaðarsvelli. Stefán er með 3244,00 stig en sigurvegarinn fær 1500 stig í sinn hlut.
Eins og svo oft áður á þessum árstíma eru margir kylfingar sem eru ofarlega á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni farnir erlendis til náms í bandarískum háskólum og má þar nefna Harald Franklín Magnús GR (5.), Ragnar Már Garðarsson GKG (6.), Rúnar Arnórsson GK (9.), Andri Þór Björnsson GR (10.)
Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján Þór er stigameistari á Eimskipsmótaröðinni en fyrsta var keppt um stigameistaratitil á mótaröð GSÍ árið 1989. Björgvin Sigurbergsson hefur oftast verið stigameistari eða alls fjórum sinnum.
Staðan hjá efstu kylfingunum í karlaflokknum fyrir Goðamótið:
1. Kristján Þór Einarsson, GKj. 7410.67 stig
2. Bjarki Pétursson, GB 4948.75 stig
3. Gísli Sveinbergsson, GK 4469.17 stig
4. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 4400.00 stig
5. Haraldur Franklín Magnús, GR 3815.00 stig
6. Ragnar Már Garðarsson, GKG 3492.50 stig
7. Stefán Már Stefánsson, GR 3244.00 stig
8. Aron Snær Júlíusson, GKG 3130.42 stig
9. Rúnar Arnórsson, GK, 2997.50 stig
10. Andri Þór Björnsson, GR 2751.50 stig
1989: Sigurjón Arnarson (1)
1990: Úlfar Jónsson (1)
1991: Ragnar Ólafsson (1)
1992: Úlfar Jónsson (2)
1993: Þorsteinn Hallgrímsson (1)
1994: Sigurpáll Geir Sveinsson (1)
1995: Björgvin Sigurbergsson (1)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (1)
1997: Björgvin Sigurbergsson (2)
1998: Björgvin Sigurbergsson (3)
1999: Örn Ævar Hjartarson (1)
2000: Björgvin Sigurbergsson (4)
2001: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (1)
2002: Sigurpáll Geir Sveinsson (2)
2003: Heiðar Davíð Bragason (1)
2004: Birgir Leifur Hafþórsson (2)
2005: Heiðar Davíð Bragason (2)
2006: Ólafur Már Sigurðsson (1)
2007: Haraldur H Heimisson (1)
2008: Hlynur Geir Hjartarson (1)
2009: Alfreð Brynjar Kristinsson (1)
2010: Hlynur Geir Hjartarson (2)
2011: Stefán Már Stefánsson (1)
2012: Hlynur Geir Hjartarson (2)
2013: Rúnar Arnórsson (1)

Signý Arnórsdóttir, GK hefir orðið stigameistari í kvennaflokki undanfarin 3 ár. Mynd: GSÍ
Það er meiri spenna í kvennaflokknum hvað varðar keppnina um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni. Karen Guðnadóttir úr GS er efst með 6468,50 stig en þær sem koma í sætunum þar á eftir eru fjarverandi á þessu móti. Signý Arnórsdóttir úr GK, sem varð stigameistari í fyrra í fjórða sinn frá árinu 2009, er í fjórða sæti með 5453,50 stig. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í fimmta sæti með 4936,00 stig og er hún einnig á meðal keppenda á Akureyri.
Staðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki fyrir Goðamótið:
1. Karen Guðnadóttir, GS 6468.50 stig
2. Sunna Víðisdóttir, GR , 6257.50 stig
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 6137.50 stig
4. Signý Arnórsdóttir, GK 5453.50 stig
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 4936.00 stig
Karen hefur aldrei verið stigameistari á Eimskipsmótaröðinni en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989 og hefur Ragnhildur Sigurðardóttir fagnað þeim titli oftast eða alls níu sinnum.
1989: Karen Sævarsdóttir (1)
1990: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
1991: Ragnhildur Sigurðardóttir (2)
1992: Karen Sævarsdóttir (2)
1993: Ólöf María Jónsdóttir (1)
1994: Ólöf María Jónsdóttir (2)
1995: Ólöf María Jónsdóttir (3)
1996: Ólöf María Jónsdóttir (4)
1997: Ólöf María Jónsdóttir (5)
1998: Ólöf María Jónsdóttir (6)
1999: Ragnhildur Sigurðardóttir (3)
2000: Herborg Arnarsdóttir (1)
2001: Ragnhildur Sigurðardóttir (4)
2002: Herborg Arnarsdóttir (2)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2004: Ragnhildur Sigurðardóttir (6)
2005: Ragnhildur Sigurðardóttir (7)
2006: Ragnhildur Sigurðardóttir (8)
2007: Nína Björk Geirsdóttir (1)
2008: Ragnhildur Sigurðardóttir (9)
2009: Signý Arnórsdóttir (1)
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir (1)
2011: Signý Arnórsdóttir (2)
2012: Signý Arnórsdóttir (3)
2013: Signý Arnórsdóttir (4)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
