Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2014 | 10:00

Malasískur kylfingur fór holu í höggi á par-4 holu í móti!

Malasíski kylfingurinn Mohd Nazri Zain fór holu í höggi á par-4 holu á SapuraKencana National úrtökumótinu nú fyrr í dag  (að okkar tíma).

Zain fékk ásinn á 289 yarda (264 metra) 16. holunni á  Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club’ í úrtökumóti en sigurvegarinn mótsins hlaut þátttökurétt á CIMB Classic mótinu.

CIMB Classic mótið er hluti af bandaríska PGA Tour mótaröðinni og fer fram  27. október –  2. nóvember 2014 í Kuala Lumpur GC, Malasíu og í verðlaunafé er $7,000,000, þannig að til mikils var að vinna.

Zain lauk keppni á  2 yfir pari 73 höggum og í 20. sæti, 15 höggum á eftir sigurvegara mótsins  Danny Chia frá Malasíu.

Til marks um hversu sjaldgæft er að fá albatross á par-4 holu / fara holu í höggi á par-4 holu þá er aðeins 1 kylfingur á PGA Tour sem tekist hefir að fá ás í móti á par-4 holu en það var Andrew Magee á  TPC Scottsdale á FBR Open mótinu sem nú heitir Phoenix Open og það var fyri 13 árum, þ.e. árið 2001.