Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 10:45

GMac og Kristin eignuðust dóttur

Graeme McDowell (GMac) varð í gær pabbi í fyrsta sinn þegar eiginkona hans Kristín fæddi dóttur þeirra, en ákveðið var að taka barnið með keisara.

GMac tvítaði ánægður: „Thanks so much for all the well wishes. Mum and baby girl are happy and healthy. Happiest moment of my life hands down. #daddy #love.“

(Lausleg þýðing: Þakka ykkur svo mikið fyrir allar árnaðaróskirnar. Mamman og stelpukrílið eru ánægðar og friskar. Hamingjusamasta augnablik lífs míns #pabbi#ást.“)

GMac sagði í viðtali á Golf Channel: „Kylfuberinn minn er búinn að segja við mig allt árið: „Þú munt ekkert hafa áhuga á að fara til Boston (á Deutsche Bank mótið) þannig að ég ákvað að taka mér helgarfrí til þess að vera með fjölskyldunni.  Það er ágætt að geta planað þetta svona.“

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy var meðal þeirra fyrstu sem tvítuðu hamingjuóskir til pabbans nýbakaða:

„Congrats @Graeme_McDowell and @kristinstape on the birth of your beautiful baby girl! #DaddyGMac“

(Lausleg þýðing: Til hamingju @Graeme_McDowell og @kristinstape með fæðingu fallegu stúlkunnar ykkar! #DaddyGMac“