So Yeon Ryu sigraði á US Women´s Open risamótinu 2011
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2014 | 03:00

LPGA: Ryu sigraði í Kanada

Það var So Yeon Ryu sem sigraði á Canadian Pacific Women´s Open.

Hún lék á 23 undir pari, 265 höggum (63 66 67 69) og setti nýtt heildarskormet á mótinu, en gamla metið var samtals 18 undir pari

Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð NY Choi og nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park varð síðan í 3. sæti á samtals  18 undir pari.  Allar í efstu 3 sætunum jöfnuðu eða slógu gamla metið!  Nýtt sögulegt met á LPGA yfir hæsta heildarskormet úr öllum mótum var hins vegar ekki sett en það gamla sem Annika Sörenstam á stendur enn, upp á samtals 26 undir pari úr 4 hringjum!  Þetta var frægt mót (Standard Register PING) sem fram fór 25. mars 2001 en í því átti Annika sögufrægan hring upp á 59!  Heildarskor: −27 (65-59-69-68=261)

Í 4. sæti er Azahara Muñoz á samtals 17 undir pari og 5. sætinu deildu bandarísku kylfingarnir Danielle Kang og Kim Kaufmann á 15 undir pari hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á  Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: