Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 13:45

Mahan braut Barclays bikarinn

Eftir sigurinn á The Barclays sem Hunter Mahan vann með 2 höggum var hann í allskyns myndatökum, með starfsmönnum mótsins, yfirmönnum, styrktaraðilum, konunni sinni, dóttur og mörgum öðrum. Áður en hann fór af 18. flöt á blaðamannafund var ein síðasta myndin tekin af Mahan með David Finn frá Ramsey.

Hinn 21 árs Finn er með sjúkdóm sem heitir  muscular dystrophy (ísl.: vöðvarýrnun), Mahan setti verðlauna kristalsskálina harkalega niður og hún brotnaði í tvennt.  David Finn skellihló þegar Mahan sagði sauða- og skömmustulega: „David gerði þetta!“

Nokkrum mínútum áður hafði 1 árs dóttir Mahan, Zoe, næstum ýtt kristallsskálinni um koll, eftir að föður hennar var afhent hún í sigurlaun.

Zoe Mahan var næstum búin að ýta kristalsskálar sigurbikarnum um koll

Zoe Mahan var næstum búin að ýta kristalsskálar sigurbikarnum um koll

Í fjölmiðlatjaldinu brosti Mahan þegar hann var spurður um hvað hefði komið fyrir verðlaunagripinn.

„Ég hef ekki hugmynd hvað þú ert að tala um,“ sagði Hunter Mahan brosandi.