Ólafur 45. í Svíþjóð
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í Landeryd Masters mótinu í Svíþjóð.
Þátttakendur voru 156.
Ólafur Björn lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (72 71 74) og lauk keppni í 45. sæti.
Á facebook síðu sinni segir Ólafur Björn eftirfarandi um gengið í mótinu:
„Ég var sáttur með spilamennskuna mína í mótinu. Völlurinn hentaði mínum leik illa þar sem hann var galopinn, mjög breiðar brautir og lítill kargi. Þar að auki spilaðist völlurinn langur þar sem hann var blautur eftir dágóðan rigningarskammt. Boltaslátturinn var góður og mér leið nokkuð vel. Að sjálfsögðu hefði ég viljað blanda mér í toppbaráttuna en ég náði niðurskurðinum í mótinu og sýndi áfram ágætis takta sem gefur mér aukið sjálfstraust fyrir komandi mót. Ég stoppa stutt við á Íslandi núna og hef keppni á Willis Masters í Danmörku í næstu viku á sömu mótaröð. Hlakka mikið til.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
