Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 12:00

Ólafur 45. í Svíþjóð

Ólafur Björn Loftsson, NK,  tók þátt í Landeryd Masters mótinu í Svíþjóð.

Þátttakendur voru 156.

Ólafur Björn lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (72 71 74) og lauk keppni í 45. sæti.

Á facebook síðu sinni segir Ólafur Björn eftirfarandi um gengið í mótinu:

„Ég var sáttur með spilamennskuna mína í mótinu. Völlurinn hentaði mínum leik illa þar sem hann var galopinn, mjög breiðar brautir og lítill kargi. Þar að auki spilaðist völlurinn langur þar sem hann var blautur eftir dágóðan rigningarskammt. Boltaslátturinn var góður og mér leið nokkuð vel. Að sjálfsögðu hefði ég viljað blanda mér í toppbaráttuna en ég náði niðurskurðinum í mótinu og sýndi áfram ágætis takta sem gefur mér aukið sjálfstraust fyrir komandi mót. Ég stoppa stutt við á Íslandi núna og hef keppni á Willis Masters í Danmörku í næstu viku á sömu mótaröð. Hlakka mikið til.“