Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2014 | 10:45

FedEx Cup: Hápunktar 4. dags á The Barclays

Hunter Mahan sigraði í gær á The Barclays, 1. mótinu í FedEx Cup umspilinu af 4 í ár.

Mahan er 32 árs, (fæddur 17. maí 1982) og þetta er 6. sigur hans á PGA Tour og sá 9. á ferlinum.

Mahan vann síðast 1. apríl 2012 þ.e. fyrir 2 árum á Shell Houston Open.

Hann hefir yfirleitt náð góðum árangri í FedEx Cup umspilinu og var hann  nálægt því að sigra í The Tour Championship 2011, en tapaði þar eins og frægt er orðið fyrir Bill Haas, sem átti geggjað högg upp úr vatni!!!

Sjá má hápunkta 4. dags The Barclays með því að SMELLA HÉR: