Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 17:00

FedEx Cup: Mickelson tapaði $20 í veðmáli við áhorfanda á 18. holu á 3. hring The Barclays

Phil Mickelson tapaði $20 í veðmáli við áhorfanda á 18. holu á 2. hring The Barclays.

Mickelson er ekki óvanur því að veðja við hvern sem er í umhverfi sínu, en jafnvel fyrir hann er óvanalegt að veðja á 18. holu í móti.

En Mickelson vissi að hann myndi að öllum líkindum ekki komast í gegnum annan niðurskurð nú í morgun, þegar bolti hans lenti í þykku röffinu á 18. braut og því tók Mickelson áskorun áhorfanda um veðmál.  Veðmálið var þannig. Lagðir voru undir $5 (u.þ.b. 580 krónur). Síðan gaf Phil áhorfandanum líkurnar 4-1 að hann myndi setja niður fugl. Ef Phil fengi fugl skuldaði áhangandinn Phil sem sagt $5 dollara – Fengi Phil fuglinn ekki yrði Phil að greiða áhorfandanum $20 dollara.

Þegar aðhöggið fór úr röffinu yfir flötina greiddi Phil áhangandanum strax $20.

„Ég hélt að ég gæti náð fugli þaðan.  En eftir höggið, borgaði ég.“

Mickelson fékk síðan skolla á holun,a en þetta var eitt af 6 höggum sem hann missti á seinni 9.  Hann lauk hringnum á 4 yfir pari, 75 höggum og spilar ekki á morgun, sunnudag.

Sjá stöðuna í The Barclays með því að SMELLA HÉR: