Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 15:00

Sveitakeppni eldri kylfinga GSÍ 2014: Karlasveit GR sigurvegari fyrstu 3 umferða í 1. deild

Í gær hófst í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) sveitakeppni eldri kylfinga GSÍ í 1. deild í karlaflokki.

Átta sveitir keppa í 1. deild:  Sveit GA; Sveit GK; Sveit GKG; Sveit GO; Sveit GR; Sveit GS;  Sveit GSG og Sveit NK (sjá liðsskipan hér að neðan).

Keppt er í tveimur riðlum: A- og B-riðli.

Í A-riðli keppa GKG, GR, GS og NK.

Í A-riðli er GR efst með fullt hús stiga. GR vann leiki sína gegn GS 4-1. Hetja GS var Guðni Vignir Sveinsson en hann vann tvímenning sinn gegn Einari Long, GR 4&3.  GR vann einnig GKG 4-1.  Í liði GKG var það Hlöðver Sigurgeir Guðnason, sem var hetja sveitar sinnar en hann vann tvímenningsleik sinn gegn Rúnari S. Gíslasyni 4&3. Loks vann GR sveit NK 4-1 og hetja Nesklúbbsins Guðmundur Kr. Sigurjónsson sem vann tvímenningsleik sinn gegn Sigurði Hafsteinssyni 3&2.  Alls er GR því með 12 sigra eftir 3 umferðir.  Í 2. sæti er sveit GKG með 8 innbyrðis sigra, í 3. sæti sveit NK með 7 innbyrðis sigra og lestina rekur sveit GS með 3 innbyrðis sigra eftir 3 umferðir.

Staðan er sem sagt þessi eftir 3 umferðir í A-riðli:

1. sæti Sveit GR.

2. sæti Sveit GKG.

3. sæti Sveit NK.

4. sæti Sveit GS.

Sveit eldri karla í GS

Sveit eldri karla í GS

Í B-riðli keppa GO, GK, GA og GSG.  Þetta er líka röðin sem sveitirnar eru í eftir 3 umferðir.  GO er efst; síðan GK, svo GA allar með 9 innbyrðis sigra og lestina rekur GSG, með 3 innbyrðis sigra.

Staðan er sem sagt þessi eftir 3 umferðir í B-riðli:

1. sæti Sveit GO.

2. sæti Sveit GK.

3. sæti Sveit GA.

4. sæti Sveit GSG.

Sjá má nánari úrslit í 1. deild karla í sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014 með því að SMELLA HÉR: 

Sveitirnar eru skipaðar eftirfarandi kylfingum:

Golfklúbbur Reykjavíkur
Einar Long
Garðar Eyland
Hörður Sigurðsson
Jón Haukur Guðlaugsson
Rúnar S. Gíslason
Óskar Sæmundsson
Sigurður Hafsteinsson
Skarphéðin E. Skarphéðinsson
Sæmundur Pálsson
Liðstjóri Garðar Eyland
Golfklúbburinn Keilir  
Tryggvi Þór Tryggvason
Jón Alfreðsson
Kristján V Kristjánsson
Sigurður Aðalsteinsson
Hafþór Kristjánsson
Jóhannes Pálmi Hinriksson
Axel Þórir Alfreðsson
Þórhallur Sigurðsson
Sveinn Jónsson
Liðstjóri : Sveinn Jónsson
Golfklúbbur Akureyrar
Haraldur Júlíusson
Sigurður H Ringsted
Vigfús Ingi Hauksson
Arnar Árnason
Viðar Þorsteinsson
Guðmundur Lárusson
Hallur Guðmundsson
Heimir Jóhannsson
Björgvin Þorsteinsson
Liðstjóri Björgvin Þorsteinsson
Nesklúbburinn
Arngrímur Benjamínsson
Eggert Eggertsson
Friðþjófur Arnar Helgason
Halldór Snorri Bragason
Hörður R Harðarsson
Jóhann Reynisson
Jónatan Ólafsson
Sævar Fjölnir Egilsson
Guðmundur Kr Jóhannesson
Liðstjóri : Þráinn Rósmundsson
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Andrés I Guðmundsson
Guðlaugur Kristjánsson
Gunnar Árnason
Halldór Svanbergsson
Hilmar Guðjónsson
Hlöðver Sigurgeir Guðnason
Sigurjón Gunnarsson
Tómas Jónsson
Liðstjóri Gunnar Árnason
Golfklúbbur Sandgerðis
Ásgeir Eiríksson
Guðmundur Einarsson
Benedikt Gunnarsson
Erlingur Jónsson
Valur Ármansson
Valur Þór Guðjónsson
Einar S Guðmundsson
Gunnar Guðbjörnsson
Annel Þorkelsson
Liðstjóri : Ásgeir Eiríksson
Golfklúbburinn Oddur
Jóhann Ríkharðsson
Gunnlaugur Magnússon
Magnús Birgisson
Magnús Ólafsson
Ragnar Gíslason
Þór Geirsson
Ægir Vopni Ármansson
Páll Kolka Ísberg
Vignir Sigurðsson
Liðstjóri : Vignir Sigurðsson
Golfklúbbur Suðurnesja
Þorsteinn Geirharðsson
Snorri Jónas Snorrason
Elías Kristjánsson
Jón Gunnarsson
Pétur Már Pétursson
Guðni Vignir Sveinsson
Júlíus Jón Jónsson
Sveinbjörn Bjarnason
Snæbjörn Guðni Valtýsson
Liðstjóri : Snæbjörn Guðni Valtýsson