Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 14:00

Renato Paratore sigraði í golfi á Ólympíuleikum ungmenna

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína um þessar mundir, nánar tiltekið dagana 19.-28. ágúst 2014.

Meðal ólympíugreina er golfið…. og ……  framtíðin virðist björt hjá Ítölum í golfi.

Flestir kannast við Ítalann unga Matteo Manassero og e.t.v. líka Molinari-bræðurna snjöllu, Francesco og Edoardo.

Nú er nýr ítalskur kylfingur að stíga fram á sjónarsviðið en Ítalinn Renato Paratore, 17 ára, sigraði í karlaflokki í golfi á Ólympíuleikum ungmenna.

Næsta öruggt er að hann komi til greina í golflið Ítala á Ólympíuleikunum í Brasílíu eftir 2 ár, þ.e. 2016.

Renato lék á samtals 11 undir pari, 205  höggum (72 67 66). Silfrið tók Svíinn Marcus Kinhult en hann var á 9 undir pari (66 72 69) og bronsið hlutu Thaílendingurinn Danthaí Boonma, en hann lék á samtals 6 undir pari (67 70 73) og norski frændi okkar Victor Hovland (68 68 74).

Sjá má úrslitin í karlaflokki hér í þessum link inn á úrslit á Ólympíuleika ungmenna í Nanjing SMELLIÐ HÉR: