Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 11:55

Ólafur búinn að leika á 1 undir pari

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í Landeryd Masters, í Svíþjóð, sem er hluti af ECCO mótaröðinni.

Mótið hófst í gær og stendur dagana 22.-24. ágúst og fer fram í Landryds GC.

Ólafur Björn hefir nú lokið 2. hring sínum á mótinu og er samtals búinn að spila á 1 undir pari (72 71) – sem er sama skor og hann var á, á Jamega Tour.

Ólafur Björn er sem stendur í 27. sæti en sú sætistala gæti breyst eftir því sem líður á daginn því langt í frá allir hafa lokið keppni.

Yfirgnæfandi líkur eru þó á að Ólafur Björn hafi komist í gegnum niðurskurð – það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að svo sé ekki.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Landeryd Masters SMELLIÐ HÉR: