Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 11:30

FedEx Cup: Mickelson með frábært högg úr áhorfendastúku á 5. braut The Barclays – Myndskeið

Það er bara einn Phil Mickelson.

Það er enginn furða að hann sé jafn vinsæll og raun ber vitni í Bandaríkjunum, vegna kumpánlegrar framkomu sinnar, hvar sem hann kemur.

Mickelson er einn þátttakenda í The Barclays og hefir ekkert gengið neitt sérstaklega vel.  Hann rétt náði niðurskurði í gær er nákvæmlega á 1 yfir pari, 143 höggum (71 72),  sem var skorið sem þurfti til að komast í gegn til að fá að spila um helgina.

Í gær sló hann teighögg sitt á 5. braut í Ridgewood CC, í Paramus, New Jersey, þar sem The Barclays fer fram upp í áhorfendastúku og varð hann því að brölta upp í stúkuna ásamt Bones og löggæslu, finna boltann sinn og færa síðan til stóla og annað sem fyrir var, til þess að hann gæti framkvæmt höggið.

Hann á síðan frábært högg á la Mickelson, sem aðeins hann gæti slegið og í myndskeiðinu sem fylgir má sjá áhangendur snerta og hann og gera tilraunir til að komast í snertingu við hann m.a. lítinn strák sem síðan er feiminn og hörfar en Phil réttir honum höndina.  Phil er einfaldlega náungi sem aldrei myndi láta það koma upp að hann hafi ekki heilsað litlum aðdáenda sínum, eins og sumir aðrir frægðarkylfingar!

Hér má sjá myndskeiðið um misheppnaða teighögg Mickelson og hvernig hann nær að bjarga sér SMELLIÐ HÉR: