So Yeon Ryu
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 08:00

LPGA: So Yeon Ryu með 5 högga forystu í hálfleik Opna kanadíska

Það er suður-kóreanska stúlkan So Yeon Ryu sem er í efsta sæti og með 5 högga forystu á næstu keppinauta í hálfleik á Opna kanadíska.

Ryu er búin að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (63 66).

Í 2. sæti eru 3 góðar: bandaríska stúlkan Danielle Kang; hin sænska Anna Nordqvist og enn ein suður-kóreönsk NY Choi allar á samtals 10 undir pari, hver.

Ein í 5. sæti er síðan bandaríska golfdrottningin Cristie Kerr á samtals 9 undir pari.

Nýsjálenski undragolftáningurinn Lydia Ko sem á titil að verja bætti sig um 1 högg frá 1. degi og er nú á samtals 5 undir pari, 139 höggum  (70 69) og heilum 10 höggum á eftir Ryu.  Þess ber að geta að Ko er meidd á úlnlið og sérhver hringur veldur henni miklum sársauka þannig að þessi árangur hennar er glæsilegur í ljósi meiðsla og flott hjá henni að vera 24. sæti sem hún deilir með 9 öðrum þ.á.m. ómeiddum glæsikylfingum á borð við Stacy Lewis og Morgan Pressel.

Til þess að sjá stöðuna á Opna kanadíska m.ö.o. Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: