Vandamál hins ríka kylfings Paul Casey
Vælandi forríkir kylfingar á helstu mótaröðum heims eru ekki hátt skrifaðir hjá Frank Brownlow, golffréttaritara Belfast Telegraph.
Og nú fær Paul Casey á baukinn hjá Brownlow.
Hann skrifaði grein um að Casey væri vælandi yfir að hann væri í hættu að missa kortið sitt á Evrópumótaröðinni – sem sé það sama sem margir strögglandi kylfingar standa frammi fyrir á hverju keppnistímabili…. nema hvað Casey sé alls ekki strögglandi…. heldur forríkur
„Vandamál“ Casey stafar af því að hann hefir verið iðinn við kolann í Bandaríkjunum – hefir þénað £700,000 (u.þ.b. 140 milljónir íslenskra króna) bara á þessu keppnistímabili þó honum hafi ekkert gengið sérstaklega– en honum hefir ekki tekist að spila í lágmarki móta á Evrópumótaröðinni (13) til þess að halda korti sínu.
Casey er nú nr. 85 á heimslistnum — og það eru aðeins 50 efstu á heimslistanum sem eru velkomnir hvar sem er.
Brownlow segir að „vandamál“ Casey sé að hann sé mjög góður —- en bara ekki á heimsklassa eins og norður-írsku kylfingarnir McIlroy og Graeme McDowell.
Brownlow segir síðan í grein sinni: „Casey stundi: „Ef maður er meðal efstu 50 í heiminum er allt létt. Ef maður er fyrir utan topp-50 þá er maður að horfa í 28 mót fyrir október sem er tonn af golfi. Þetta er mjög erfið aðstaða að vera í.“ sagði þrefaldi Ryder Cup leikamðurinn Casey. Ég hef verið svona í meðallagi á báðum mótaröðum, sem er vandamálið. Ég er bara þreyttur og úrvinda. Ég hef kortið í Bandaríkjunum á næsta ári þannig að ég er ekki stressaður yfir því. Ég verð að fara aftur til Evrópu (á þessu keppnistímabili) vegna þess að ég hef aðeins spilað í 9 mótum. Dagskráin mín er svo óljós. Hún (dagskráin) er ormagryfja.““
Brownlow: Hjartað á mér brestur (af vorkunn ….. eða þannig).
Má kenna svolítinn þjóðarrembing þarna? Casey sé ekki eins góður og McIlroy og McDowell?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
