Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið.
Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan.
Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf er a.m.k. nefnt 1 atriði af hvoru og í mesta lagi 5 eins og á CBS. Haldið er sömu röð og hjá CBS – það sem er nr. 1 er heitast og síðan volgnar niður listann. Alveg eins með það sem er afleitt – það sem er frámunalega afleitt er í 1. sæti og síðan skánar eftir því sem fer niður listann.
Heitt/afleitt grein hefir yfirleitt birtst á mánudögum nú í sumar – þessi birtist seinkuð vegna mikils annríkis og fréttamagns.
Hér fer 12. alíslenski „Hot“ listinn fyrir vikuhlutann 11. – 18. ágúst (Listinn gildir til mánudagsins 25. ágúst):

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL ásamt Friðmey, systur sinni og kaddý. Mynd: Golf 1
1. sæti Sjóðandi heit og best eru sigurvegarar 6. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Kristján Þór Einarsson, GKJ, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Sigur Valdísar Þóru var afgerandi hún átti 10 högg á næsta keppinaut sinn. Í karlaflokki var sigur Kristjáns Þórs líka afgerandi en hann átti heil 5 högg á næsta keppanda, sem er í íslenska karlalandsliðinu. Kristján Þór tryggði sér þar að auki stigameistaratitilinn en hann er búinn að standa sig framúrskarandi vel í öðrum mótum Eimskipsmótaraðarinnar þessa keppnistímabils. Auk þess hefir hann unnið í opnum mótum mótum, með sterkum keppendum, sem eiga sæti í íslenska karlalandsliðinu svo og boðsmótum og nægir þar að nefna Einvígið á Nesinu.
2. sæti Sigurvegarar á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli á Akureyrir þ.e. þau: Aron Snær Júlíusson, GKG ; Helga Kristín Einarsdóttir, NK; Ólöf María Einarsdóttir, GHD; Eggert Kristján Kristmundsson, GR; Zuzanna Korpak, GS og síðast en ekki síst Birkir Orri Viðarsson, GS. Jafnframt sigurvegarar á 5. móti Áskorendamótaraðarinnar á Katlavelli á Húsavík: Kristófer Tjörvi Einarsson, GV (en hann er búinn að sigra á 3 mótum Áskorendamótaraðar Íslandsbanka þetta keppnistímabil!!!); auk þess sem fulltrúar Norðanmanna skinu í mótinu þau Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir, GÓ; Agnar Daði Kristjánsson, GH og Reynir Örn Hannesson, GH. Þau eru öll flott og heit!!!
3. sæti Af fimm þátttakendum Brabants Open verður sérstaklega að draga fram Gísla Sveinbergsson, GK en hann stóð sig best íslensku þátttakendanna og landaði 3. sætinu í Hollandi. Gísli spilaði jafnt og stöðugt flott golf (71 71 71 72) og barðist fram á það síðasta að ávinna sér sæti í KLM Open (móti á Evrópumótaröðinni), en það var í verðlaun fyrir 1. sætið. Gísli er einfaldlega einn af okkar heitustu kylfingum og stutt í að hann fari alla leið og sigri í mótum sem þessum!!!
4. sæti Ásgeir Guðmundur Gíslason, GÍ en hann fór holu í höggi á 7. braut á Tungudalsvelli, Ísafirði, þann 14. ágúst 2014. Sjöunda brautin er par-3 og 107 metra með mikilli hækkun. Heitt!!!
5. sæti Sigurvegarar í ölum mótunum helgina 16.-17. ágúst, en það voru fjölmörg frábær mót. Þetta eru m.a. Hilmar Viðarsson, GKG, sem sigraði í Opna Classic hjá GÖ; Jón Karlsson, GHG, sem sigraði í Opna Friðgeirsmótinu; Lið lögmanna sem vann lið lækna 7-3; Helga Þorvaldsdóttir, GR, sem vann á ART DECO kvennamótinu; Anton Helgi Guðjónsson, Jakob Ólafur Tryggvason, Bjarney Guðmundsdóttir og Jón Hjörtur Jóhannesson sem sigruðu í HG-mótinu á Ísafirði o.fl. sigurvegarar frábærra móta, sem fram fóru tiltekna helgi.
Það sem er afleitt er eftirfarandi: (Listinn tekur til vikuhlutans 11.-18. ágúst og gildir til mánudagsins 25. ágúst):
1.-5. Að Kristján Þór Einarsson, GKJ skuli ekki vera í íslenska karlalandsliðinu….. eða a.m.k. í fleiri landsliðsverkefnum – hann sést ekki í neinum. Það er AFLEITT!!!! Hvernig er hægt að ganga framhjá manni sem búinn er að sigra tvívegis á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili- mótaröð hinna BESTU á Íslandi? Með þessu er algerlega verið að gera Eimskipsmótaröðina merkingarlausa, þegar margfaldir sigurvegarar á henni eiga ekki að fá að vera fulltrúar Íslands erlendis. Huglægur mælikvarði þjálfara og annarra sem að vali á karlalandsliðinu koma hlýtur alltaf að skipta miklu máli, en mestu ætti þó að skipta hlutlægi mælikvarðinn, sem 7 mót Eimskipsmótaraðarinnar eru. Þar sést hverjir skara fram úr og eru raunverulega bestir. Þegar hlutlægi mælikvarðinn er algerlega sniðgenginn og algerlega er byggt á huglægum mælikvarða er stutt í að um gerræðislegar, ósanngjarnar geðþóttaákvarðanir sé að ræða, sem getur heldur ekki verið góð fyrir þá sem velja í landsliðin/landsliðsverkefni því þeir sitja þá undir því að vera að hygla vinum eða þeim sem þeim líkar við á grundvelli annars en hæfileika og það er spillt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
