Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 05:00

Evróputúrinn: Jamie Donaldson leiðir e. 1. dag í Tékklandi

Það er Jamie Donaldsson frá Wales sem hefir nauma forystu eftir 1. dag D+D mótsins í Tékklandi, en það er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Donaldsson er búinn að spila á 6 undir pari, 66 höggum.

Svíinn Mikael Lundberg er skammt undan, aðeins munar 1 höggi á honum og Donaldson, en Lundberg er búinn að spila á 5 undir pari, 67 höggum.

Hópur 10 kylfinga deilir svo 3. sætinu þ.á.m. Keith Horne frá Suður-Afríku, sem leiddi lengi vel í gær, Bandaríkjamaðuarinnn John Hahn og Englendingurinn Lee Slattery, allir á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag D+D mótsins SMELLIÐ HÉR: