Tiger við Rory: „Ég ætla ekki að láta þig vinna grænan jakka á næsta ári“
Tiger og Rory hafa komið fram í ýmsu skemmtilegu að undanförnu: ísklakaáskoruninni, auglýsingum, skemmtiþætti Jimmy Fallon.
Ekki furða að Rory sé vinsæll nú, en hann er búinn að sigra í 2 af 4 risamótum ársins. Í heildina er Rory búinn að sigra í öllum risamótum, nema The Masters. Hann, sjálfan Írann vantar grænan jakka í klæðaskápinn!!!
Þrátt fyrir skemmtilegar stundir að undanförnu sagði Rory að Tiger hefði sagt honum skýrt og skorinort hver plön hans fyrir 2015 væru: „Ég ætla ekki að láta þig vinna grænan jakka á næsta ári.“ M.ö.o. Tiger ætlar sér að koma í veg fyrir að Rory nái að vinna á því móti sem hann á eftir til þess að hafa sigrað í öllum 4 risamótunum á ferli sínum …. að svo stöddu.
Sem stendur virðist fjarlægt að Tiger geti gert alvöru úr orðum sínum, þegar litið er á að hann hefir gengist undir bakuppskurð og er svo eftir sig að hann kemst ekki í FedEx umspilið, sem þegar er hafið (Barclays mótið það fyrsta af 4 í umspilinu hófst einmitt í dag) og í Ryder bikarnum í næsta mánuði.
En það eru 8 mánuðir í næsta Masters mót og svona yfirlýsing Tiger sýnir bara hversu gífurlegt keppnisskap hann býr yfir og ekki ólíklegt að hann nái að gera alvöru úr orðum sínum verði hann frískur á ný.
Þegar Rory var spurður af blaðamönnum hvort hann væri að taka við sem nr. 1 í golfinu af Tiger svaraði Rory:
„Þetta er ekki þægilegt fyrir mig vegna þess að ég veit að Tiger vinnur hart að því að komast aftur hingað (á túrinn) og komast þangað sem hann vill vera,“ segir Rory, en hann var líkt og margir mikill aðdáandi Tigers, sem stráklingur og veit sjálfur best hvers vinur hans er megnugur þegar hann er frískur og upp á sitt besta.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
