Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 12:00

LPGA: Fylgist með stöðunni á Canadian Pacific Women´s Open

Ný-sjálenski táningurinn Lydia Ko stefnir á 3. sigur sinn á Canadian Women´s Open, sem hefst í dag í London Hunt and Country Club í Ontario, Kanada.

Svo lítur út að Ko verði að gangast undir skurðaðgerð á úlnlið í næsta mánuði þannig að Opna kanadíska verður síðasta mót hennar í einhvern tíma – sjá frétt með því að SMELLA HÉR: 

Það var þjálfari Ko, David Leadbetter sem vísaði henni á einn færasta skurðlækni en hún hefir verið mjög þjáð í úlnliðnum í þeim mótum sem hún hefir tekið þátt í.

Að öðru leyti hefir Ko m.a. beðið Phil Mickelson um ráð í stutta spilinu, en sú stutta er mikill aðdáandi Phil sjá með því að SMELLA HÉR: 

Af Opna kanadíska er það annars að frétta að margir færustu kvenkylfingar heims eru auk Ko meðal keppanda m.a. Jessica Korda, Charley Hull, Stacy Lewis, Inbee Park, Laura Davies, Sandra Gal og Shanshan Feng svo nokkrir séu nefndir.

Fylgjast má með stöðunni á Canadian Pacific Women´s Open með því að SMELLA HÉR: