Kalla á: „FORE!!!“ þegar golfbolti stefnir á menn á golfvelli
Eitt af því allra fyrsta sem kylfingar læra er að öskra eigi FORE af öllum lífs og sálar kröftum ef bolti þeirra er sleginn í átt að öðrum mönnum á golfvelli, séu það aðrir kylfingar, starfsmenn golfvallarins eða aðrir menn á velli t.d. áhorfendur í golfmótum.
Þetta er eina, stóra undantekningin frá þeirri meginreglu að hafa eigi hljótt á golfvellinum til þess að trufla ekki leik aðra.
Þetta vita allir kylfingar.
FORE hrópið kemur oft í veg fyrir slys eins og maðurinn á myndinni varð fyrir.
Skv. sænska golfvefnum golf.se voru Joakim Boden og félagar hans að spila golf í Bro Hof Golf Club í Svíþjóð þegar hann varð fyrir golfbolta, sem hann fékk beint í ennið.
Boden sagði að hann hefði ekki verið varaður við af gerningsmanninum.
„Ég hafði slegið 2. höggið mitt úr glompu og hafði rétt komið mér úr glompunni og stóð og leit á vin minn,“ sagði Boden.
„Ég sneri mér aftur og að teig og ætlaði að fara að slá 3. högg mitt á brautinni þar sem boltinn lá.“
„Áður en ég gat tekið skref í átt að brautinni, slóst boltinn í höfuðið á mér. Hljóðið var eins og byssuskot.“
Farið var í flýti með Boden í klúbbhúsið og ís lagður á kúluna, sem alltaf stækkaði og stækkaði á enni hans og síðan gat hann farið á spítala og heim.
Boden er einn af þeim heppnu, þó ótrúlega vont sé að fá svona „skot“ í höfuðið og hann líti út eins og „einhyrningur“ í nokkurn tíma með geysistóra kúluna á enninu! Menn geta hreinlega dáið úti á golfvelli verði þeir fyrir golfbolta á fullri ferð og í þessu tilviki munaði ekki nema nokkrum sentimetrum.
Þetta ætti að vera kylfingum þörf áminning að í það allra minnsti eigi að hrópa hátt „FORE“ misheppnist högg þeirra og stefni í átt að mönnum á golfvelli!!! Betra er að hrópa að óþörfu FORE en að láta það vera.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
