Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net 5 þar af 2 kvenkylfingar hljóta styrki úr Forskoti
Í dag var tilkynnt um styrkþega úr Forskoti, styrktarsjóði afrekskylfinga og er þetta í fyrsta sinn frá því styrkur var veittur í fyrsta sinn árið 2012 að tveir kvenkylfingar hljóta styrk úr sjóðnum. Eftirfarandi hlutu styrki:

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Birgir Leifur Hafþórsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Birgir Leifur er okkar reyndasti kylfingur og hefur komist lengst allra kylfinga hér á landi. Birgir Leifur er núverandi Íslandsmeistari og jafnaði í ár met þeirra Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars Jónssonar þegar hann varð Íslandsmeistari í sjötta sinn.
Birgir Leifur tók þátt í tveimur mótum á Nordic túrnum í vor og varð í 9. sæti á Jyske Bank mótinu í Danmörku í maí.
Birgir Leifur mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina í september og stefnir að sjálfsögðu að því að komast áfram á annað og þriðja stigið á Spáni í nóvember.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Ólafía Þórunn er núverandi Íslandsmeistari, en hún vann þann titil í annað sinn á Leirdalsvelli í lok júlí.
Ólafía Þórunn hefur leikið fyrir Wake Forest University undanfarin ár, en hefur nú lokið námi við þann skóla og hefur sett stefnuna á atvinnumennsku. Lokaverkefnið hennar með landsliði áhugamanna verður þátttaka á Heimsmeistaramóti kvenna í Japan í byrjun september, en að því verkefni loknu hefur hún sett stefnuna á úrtökumótin fyrir Evrópumótaröð kvenna sem haldinu eru síðar á þessu ári.

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: gsimyndir.net
Ólafur Björn Loftsson Nesklúbbnum
Ólafur Björn hefur á þessu ári reynt fyrir sér á OGA og NGA mótaröðunum í Bandaríkjunum. Þá tók Ólafur Björn þátt í úrtökumótunum fyrir Kanadísku mótaröðina og S-Ameríku mótaröðina í vor. Var hann ekki langt frá því að komast áfram í þeim mótum.
Ólafur hefur sett stefnuna á úrtökumótin fyrir Nordic túrinn í haust og jafnframt tekur hann þátt í úrtökmóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi í september.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: gsimyndir.net
Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni
Valdís Þóra tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna s.l. vetur og var nálægt því að komast í gegn. Árangur hennar á því móti tryggði henni rétt til þáttöku á LET Acess mótaröðinni og hefur hún leikið á henni í vor og í sumar.
Valdís Þóra varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í ár og hefur sett stefnuna á að komast í gegnum úrtökumótin fyrir Evrópumótaröð kvenna nú í haust.

Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Axel Bóasson Golfklúbbnum Keili
Axel hefur stundað nám og æft golf með Missisippi State University undanfarin ár og lauk námi þar í vor. Axel hefur staðið sig vel í háskólagolfinu s.l. vetur og hefur nú sett stefnuna á úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina.
Axel ætlar að æfa og keppa í Danmörku á næsta tímabili og mun því jafnframt taka þátt í úrtökumótum fyrir Nordic túrinn nú í haust.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
