Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Birkir Orri sigraði í strákaflokki!!!

Birkir Orri Viðarsson, GS, spilaði hreint frábært golf á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvellinum á Akureyri og var á besta skori þeirra sem léku 2 hringi í mótinu!!!

Birkir Orri lék á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (70 74).

Birkir Orri er virkilega búinn að standa sig vel í sumar á Íslandsbankamótaröðinni, þó þetta sé fyrsti sigur hans á mótaröðinni.  Þannig varð Birkir Orri m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki!!!

Af öðrum afrekum Birkis Orra í sumar mætti nefna að hann fór holu í höggi í s.l. mánuði þegar hann var að æfa sig af hvítum teigum í Leirunni.  Mikið efni á ferð þar sem Birkir Orri er!!!

Í 2. sæti varð Ingvar Andri Magnússon, GR á samtals 8 yfir pari. Ingvar Andri sigraði á fyrstu tveimur mótum Íslandsbankamótaraðarinnar í sumar og hefir orðið meðal efstu 3 í hinum 3 mótunum.

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf 1

Kristófer Karl Karlsson, GKJ varð síðan í 3. sæti á 10 yfir pari.  Flottir kylfingar sem við eigum í strákaflokki og þarf ekki að óttast framtíðina í golfinu!!!

Kristofer Karl Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

Kristofer Karl Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1

Lokastaðan í strákaflokki 14 ára og yngri á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar er eftirfarandi:

1 Birkir Orri Viðarsson GS 7 F 38 36 74 3 70 74 144 2
2 Ingvar Andri Magnússon GR 1 F 36 37 73 2 77 73 150 8
3 Kristófer Karl Karlsson GKJ 4 F 36 37 73 2 79 73 152 10
4 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 1 F 38 39 77 6 80 77 157 15
5 Ragnar Már Ríkarðsson GKJ 5 F 39 40 79 8 80 79 159 17
6 Sigurður Bjarki Blumenstein GR 6 F 39 39 78 7 82 78 160 18
7 Dagbjartur Sigurbrandsson GR 8 F 40 42 82 11 80 82 162 20
8 Elvar Már Kristinsson GR 8 F 42 40 82 11 81 82 163 21
9 Viktor Ingi Einarsson GR 5 F 37 39 76 5 88 76 164 22
10 Ingi Rúnar Birgisson GKG 4 F 39 40 79 8 85 79 164 22
11 Magnús Friðrik Helgason GKG 7 F 42 41 83 12 84 83 167 25
12 Björgvin Franz Björgvinsson GKJ 9 F 45 41 86 15 82 86 168 26
13 Daníel Ísak Steinarsson GK 8 F 42 42 84 13 86 84 170 28
14 Jón Gunnarsson GKG 8 F 43 43 86 15 85 86 171 29
15 Lárus Ingi Antonsson GA 10 F 41 39 80 9 92 80 172 30
16 Jón Arnar Sigurðarson GKG 10 F 42 41 83 12 89 83 172 30
17 Andri Már Guðmundsson GKJ 10 F 44 43 87 16 85 87 172 30
18 Böðvar Bragi Pálsson GR 7 F 43 40 83 12 90 83 173 31
19 Aron Breki Aronsson GR 11 F 44 46 90 19 86 90 176 34
20 Hilmar Snær Örvarsson GKG 14 F 45 42 87 16 92 87 179 37
21 Sverrir Haraldsson GKJ 8 F 43 42 85 14 95 85 180 38
22 Jakob Emil Pálmason GKG 13 F 46 47 93 22 91 93 184 42
23 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 15 F 45 44 89 18 97 89 186 44
24 Hákon Ingi Rafnsson GSS 16 F 45 45 90 19 96 90 186 44
25 Finnbogi Steingrímsson GKJ 11 F 44 47 91 20 96 91 187 45
26 Gunnar Aðalgeir Arason GA 20 F 45 48 93 22 94 93 187 45
27 Dagur Þórhallsson GKG 16 F 44 49 93 22 95 93 188 46
28 Tómas Frostason GKG 15 F 51 54 105 34 103 105 208 66