Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Ólöf María sigraði í telpuflokki!!!

Ólöf María Einarsdóttir, úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD), sigraði á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli nú um helgina 16.-17. ágúst 2014.

Ólöf María lék hringina tvo á samtals 19 yfir pari, 161 höggi (85 76) og bætti sig um 9 högg milli hringja.  Glæsilegt hjá Ólöfu Maríu …. eins og alltaf!!!

Þetta er 3. sigur Ólafar Maríu á Íslandsbankamótaröðinni í ár; en hún er m.a. núverandi Íslandsmeistari telpna (15-16 ára)  í holukeppni og hefir staðið sig vel á mótum fyrir Íslands hönd erlendis í ár; komst m.a. í gegnum niðurskurð á Junior Open, eins og mörgum er í fersku minni.

Jafnframt setti Ólöf María nú um Verzlunarmannahelgina s.l. vallarmet á á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki á Unglingalandsmóti UMFÍ, en hún lék völlinn á glæsilegu 1 undir pari, 71 höggi.   Flottur kylfingur hún Ólöf María hvort heldur hún er í Hoylake eða á Hlíðarenda!!!

Lokastaðan í telpuflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 er eftirfarandi:

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 8 F 39 37 76 5 85 76 161 19
2 Eva Karen Björnsdóttir GR 10 F 40 38 78 7 86 78 164 22
3 Saga Traustadóttir GR 8 F 43 41 84 13 86 84 170 28
4 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 14 F 46 44 90 19 90 90 180 38
5 Harpa Líf Bjarkadóttir GK 15 F 41 44 85 14 100 85 185 43
6 Arna Rún Kristjánsdóttir GKJ 16 F 44 45 89 18 97 89 186 44
7 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 14 F 44 50 94 23 92 94 186 44
8 Kristín María Þorsteinsdóttir GKJ 17 F 47 46 93 22 94 93 187 45
9 Thelma Sveinsdóttir GK 12 F 46 47 93 22 95 93 188 46
10 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 17 F 45 46 91 20 99 91 190 48
11 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 20 F 46 50 96 25 109 96 205 63
12 Magnea Helga Guðmundsdóttir GHD 24 F 51 51 102 31 104 102 206 64
13 Elísabet Sara Cavara Árnadóttir GS 25 F 51 52 103 32 116 103 219 77