Zuzanna Korpak, GS. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (5): Zuzanna Korpak efst e. 1. dag í stelpuflokki

Það er Zuzanna Korpak, GS, sem hefir afgerandi forystu í stelpuflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri.

Zuzanna lék á 18 yfir pari, 89 höggum og á 10 högg á næstu keppendur.

Þrjár stúlkur deila 2. sætinu: Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG; Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Kinga Korpak, GS, systir Zuzönnu; en þær léku allar á 28 yfir pari, 99 höggum.

Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG er síðan ein í 5. sæti á 101 höggi.

Sjá má heildarstöðuna í stelpnaflokki eftir 1. dag á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan:

1 Zuzanna Korpak GS 15 F 44 45 89 18 89 89 18
2 Kinga Korpak GS 13 F 54 45 99 28 99 99 28
3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 19 F 50 49 99 28 99 99 28
4 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 21 F 50 49 99 28 99 99 28
5 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 23 F 51 50 101 30 101 101 30
6 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 15 F 53 49 102 31 102 102 31
7 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 20 F 50 54 104 33 104 104 33
8 Eva María Gestsdóttir GKG 26 F 50 54 104 33 104 104 33
9 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 27 F 53 53 106 35 106 106 35
10 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 28 F 51 58 109 38 109 109 38