Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 12:00

PGA: Pádraig Harrington missir keppnisrétt á PGA mótaröðinni

Ljóst er að írski kylfingurinn Pádraig Harrington, sem er þrefaldur risamótsmeistari fær ekki endurnýjaðan keppnisrétt á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili.

Ástæðan er sú að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Wyndham Championship mótinu, en hann hefði þurft að vera meðal 25 efstu til þess að hljóta endurnýjun á korti sínu.

Sigur, sem auðvitað var fjarlægur möguleiki, hefði ennfremur veitt honum þátttökurétt í FedEx Cup umspilinu, en ljóst er að ekkert verður af því heldur.

Harrington á eins keppnistímabila undanþágu uppi í erminni á PGA, en ætlar sér ekki að nota hana á næsta keppnistímabili.

Þess í stað ætlar hann að stóla á boð styrktaraðila og reyna að endurheimta kortið sitt, sem veitir honum keppnisrétt á PGA mótaröðinni, þannig.