Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2014 | 03:00

PGA: Langley og Slocum leiða í hálfleik á Wyndham Championship – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Heath Slocum og Scott Langley, sem leiða í hálfleik á Wyndham Championship.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 130 höggum (65 65), hvor.

Fjórir kylfingar deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari þ.á.m. Skotinn Martin Laird og hópur 9 kylfinga er enn 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari, þ.á.m. forystumaður 1. dags Camilo Villegas, en hann náði ekki að fylgja glæsihring sínum upp á 63 eftir á nægilega lágu skori til þess að halda sér í efsta sæti; lék samt ágætlega og undir 70 þ.e. á 69 höggum 2. keppnisdag.

Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: