Heiða Guðnadóttir, klúbbmeistari GKJ 2012, ásamt kaddý Davíð Gunnlaugssyni, sem varð í 3. sæti í karlaflokki á meistaramótinu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 10:25

Heiða og Davíð á leið til Tyrklands – unnu kr. 600.000 með VITA ferðum í Atlantsolíulykilsleik – Myndskeið

Núverandi klúbbmeistari Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, Davíð Gunnlaugsson og unnusta hans Heiða Guðnadóttir, GKJ, klúbbmeistari Kjalar í kvennaflokki 2012 eru á leið til Tyrklands eftir að Davíð vann kr. 600.000 ferðavinning með ferðaskrifstofunni VITA ferðum í Atlantsolíuldælulykilsleik.

Davíð var afhentur vinningurinn í grillveislu í góða veðrinu á dögunum og las hann vinningsbréfið upphátt.

Gaman er að sjá hvað vinningurinn kom þeim skötuhjúum í opna skjöldu en það má sjá á myndskeiði með því að SMELLA HÉR: 

Góða ferð til Tyrklands elsku Davíð og Heiða og til hamingju með vinninginn!!!