Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 10:00

Íslensku keppendurnir fóru fyrstir út á Brabants Open

Fjórir íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á Brabants Open sem fram fer í Hollandi og hófst í dag

Þetta er þeir Bjarki Pétursson, GB og Ísak Jasonarson, GK en þeir voru í fyrstu tveimur ráshópum sem fór út af 1. teig og Gísli Sveinbergsson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG, sem fóru út af 10. teig, sjá nánar með því að SMELLA HÉR: 

Snemma dags er Bjarki Pétursson einn af þeim sem deilir efsta sæti (en hann á aðeins 3 holur óspilaðar þegar þetta er ritað) – Bjarki hefir nú nýlokið hring sínum (ritað kl. 10:14) að íslenskum tíma og lék hann á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum og er enn í efsta sæti ásamt 2 öðrum!!!  Glæsilegur Bjarki…. eins og alltaf!!!

Hafa ber í huga að margir eru ekki einu sinni farnir út þannig að staðan kann að breytast eftir því sem líður á daginn.  Gísli er sem stendur í 5. sæti (Gísli hefir lokið leik lék á 71 höggi -flottur!!!); Ragnar Már í 16. sæti og Ísak í 77. sæti (lék á 82 höggum)

Fylgjast má með gengi íslensku piltanna á Brabants Open með því að SMELLA HÉR: